Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2015 | 08:30

EDP: Þórður Rafn v/ keppni í Austurríki

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur þátt í Haugschlag NÖ Open mótinu í Haugschlag, Suður-Bæheimi í Austurríki.

Mótið er hluti af þýsku EDP mótaröðinni.

Mótið er haldið dagana 27.-29. maí og verður lokahringurinn því spilaður í dag.

Eftir 2 hringi er Þórður Rafn T-6 þ.e. jafn 3 öðrum kylfingum í 6. sæti – búinn að spila á samtals 7 undir pari, 137 höggum (70 67).

Til þess að fylgjast með Þórði Rafni og gengi hans á lokahringnum, sem leikinn verður í dag SMELLIÐ HÉR