Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2015 | 22:00

Eimskipsmótaröðin 2015: Haraldur Franklín efstur f. lokahring Securitasmótsins

Það er Haraldur Franklín Magnús, GR, sem er efstur fyrir lokahring Securitasmótsins.

Securitas mótið fer fram 29.-30. maí 2015 og voru 36 holur leiknar í dag og fer lokahringurinn fram á morgun.

Hringina tvo lék Haraldur á samtals 4 undir pari, 136 höggum (71 65) og átti glæsi- seinni hring í dag upp á 5 undir pari!!!

Í 2. sæti eru 5 kylfingar aðeins 1 höggi á eftir: Benedikt Sveinsson, GK (68 69); Stefán Þór Bogason, GR (68 69); Ragnar Már Garðarsson GKG, (69 68); Hlynur Geir Hjartarson, GOS (65 72) og Andri Þór Björnsson, GR (71 66).

Rúnar Arnórsson, GK (70 68)  og Aron Snær Júlíusson, GKG (70 68)  deila 7. sætinu á samtals 2 undir pari, hvor.

Þessir 8 voru þeir einu sem eru á heildarskori undir pari eftir 2 keppnishringi.

Lokahringurinn  á morgun verður þrælspennandi og gaman að því hversu marga frábæra kylfinga við eigum!!!