Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2015 | 09:00

Rory talar um nýju ástina í lifi sínu

Konan sem er ástæða þess að Rory sleit trúlofun sinni við Caroline Wozniacki er hin 29 ára Erica Stoll. Hún er í fullu starfi í Flórída hjá PGA túrnum. Rory og Erica hafa verið saman í 6 mánuðu núna. Þau kynntust 2012 meðan Rory var enn með dönsku tennisdrottningunni Caroline Wozniacki, en Rory og Caro eins og hún var kölluð hættu saman á síðasta ári aðeins nokkrum dögum eftir að brúðkaupsboðskortin höfðu verið sent út. Rory segist í dag vera mjög sáttur og hann ver miklum tíma heima hjá Ericu í Palm Beach. Rory sagði í viðtali sem hann gaf í County Down: „Ég er mjög ánægður í einkalífi mínu.  Hún Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2015 | 08:00

PGA: Bowditch leiðir f. lokahringinn

Steven Bowditch leiðir fyrir lokahringinn á AT&T Byron Nelson á TPC Four Seasons Resort. Hann er búinn að spila á 13 undir pari, 195 höggum (62 68 65). Tveimur höggum á eftir honum eru DJ (Dustin Johnson) og landar hans Scott Pinkney, Jon Curran, Jonathan Randolph og Jimmy Walker. DJ átti stórglæsilegan hring upp á 62 högg og var á besta skorinu á 3. hring. Það stefnir í æsispennandi golf í kvöld á Byron Nelson mótinu! Til þess að fylgjast með stöðunni á Byron Nelson SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2015 | 02:00

Evróputúrinn: Kjeldsen efstur á Opna írska

Daninn Sören Kjeldsen er efstur fyrir lokahring Opna írska á Royal County Down vellinum í Newcastle, Írlandi. Kjeldsen er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 206 höggum (69 70 67). Í 2. sæti fast á eftir Kjeldsen eru Rafa Cabrera Bello frá Kanarí-eyjum og þýski kylfingurinn Maximillian Kiefer. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Opna írska SMELLIÐ HÉR Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Opna írska SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2015 | 21:00

Eimskipsmótaröðin 2015: Andri og Tinna sigruðu á Securitasmótinu!!!

Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Tinna Jóhannsdóttir úr Keili sigruðu á Securitasmótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í Vestmannaeyjum í dag. Þetta er annar sigur Andra í röð á Eimskipsmótaröðinni en hann sigraði á Egils-Gull mótinu sem fram fór í síðustu viku á Hólmsvelli í Leiru. Andri Þór hafði betur í bráðabana en Hlynur Geir Hjartarson úr GOS varð annar í karlaflokknum. Leiknar voru 36 holur á föstudag og keppni hófst kl. 6.00 í morgun en veðurspáin fyrir laugardaginn var með þeim hætti að veðrið átti að versna þegar líðar fór á daginn. Allar þessar spár gengu eftir og mótinu lauk rétt um hádegi. Það var gríðarleg spenna í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2015 | 20:00

Nordic Golf League: Birgir Leifur lauk leik T-12 í Danmörku

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG endaði í 12.–15. sæti á Nordic League atvinnumótaröðinni sem fram fór um helgina. Kitchen Joy meistaramótið fór fram á H. C. Andersen vellinum í Danmörku. Birgir, sem er sexfaldurÍslandsmeistari í golfi, lék hringina þrjá á -5 samtals (70-72-69). Hann var sjö höggum á eftir Svíanum Per Barth sem sigraði á -12 samtals. Birgir Leifur er með takmarkaðann keppnisrétt á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu, Áskorendamótaröðinni, og bíður hann eftir tækifæri til þess að fá að spreyta sig á þeirri mótaröð. Hann er á biðlista fyrir hvert einasta mót en samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Europeantour er Birgir Leifur á meðal keppenda á Swiss Challenge sem hefst á fimmtudaginn í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2015 | 19:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst með ás á lokaúrslitamóti NCAA

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR,  gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á fyrsta keppnisdeginum á lokamóti NCAA háskóladeildarinnar í Bandaríkjunum í gær. Mótið er eitt það allra sterkasta á NCAA og aðeins bestu kylfingarnir í bandaríska háskólagolfinu komast á mótið. Guðmundur er aðeins annar Íslendingurinn í sögunni sem nær þessum áfanga en Úlfar Jónsson lék á þessu móti árið 1988 og endaði á meðal 20 efstu. Guðmundur Ágúst lék fyrsta hringinn á 78 höggum eða +6 en hann fékk nokkrar „sprengjur“ á hringnum sem gerðu honum erfitt um vik. Hann fór holu í höggi á 6. braut sem er rétt um 165 metrar að lengd og á þeim Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2015 | 18:00

LET Access: Valdís Þóra T-25 – Ólafía náði ekki niðurskurði í Noregi

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er í 25.–32. sæti að loknum öðrum keppnisdegi af alls þremur á Drøbak Ladies meistaramótinu sem fram fer í Noregi. Mótið er hluti af LET Access atvinnumótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. Valdís hefur leikið tvo fyrstu hringina á 147 höggum (73-74) +7 samtals. Lokahringurinn fer fram á morgun, sunnudag. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR komst ekki í gegnum niðurskurðinn á þessu móti. Íslandsmeistarinn frá árinu 2014 lék fyrsta hringinn á 80 höggum eða þann síðari á pari vallar eða 72 höggum. Það dugði ekki til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafía ætlar að taka sér frí frá keppnisgolfinu á næstu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Eiður Ísak Broddason – 30. maí 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Eiður Ísak Broddason. Eldur Ísak fæddist 30. maí 1995 og á því 20 ára stórafmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Eiður Ísak Broddason (20 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jocelyne Bourassa, 30. maí 1947 (68 ára); Sverrir Friðþjófsson, GR, 30. maí 1950 (65 ára); Þórir Gíslason kenndur við Burkna, 30. maí 1954 (61 árs); Michael Clayton, 30. maí 1957 (58 ára); HólaPrjónn Ingu (56 ára)Rubén Alvarez, 30. maí 1961 (54 ára); Jerry Springer, 30. maí 1968 (47 ára); Audrey Wooding, 30. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2015 | 14:00

Jafnvel atvinnumönnum getur mistekist! – Myndskeið

Hér má sjá fyndið myndskeið sem sýnir að jafnvel atvinnumnnum getur mistekist í golfinu eins og okkur hinum. Til þess að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2015 | 12:00

LPGA: Pressel efst á Shoprite

Það er bandaríski kylfingurinn Morgan Pressel sem er efst eftir 1. dag Shoprite Classic mótsins. Hún lék á 5 undir pari, 66 höggum. Fjórar deila 4. sætinu þ.á.m. hin sænska Anna Nordqvist aðeins 1 höggi á eftir. Til þess að fylgjast með Shoprite Classic SMELLIÐ HÉR: