Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2015 | 18:00

GFH: Elvar Árni og Viktor Páll sigruðu á 701 Hotels Open

Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs stóð fyrir glæsilegu móti á laugardaginn s.l., þ.e. 30. maí 2015. Þátttakendur voru 29, en því miður engin kvenkylfingur þar á meðal.  Er vonandi að austfirskir kvenkylfingar láti til sín taka í opnum mótum í sumar, en Austfirðingar eiga marga slíka (þ.e. snjalla kvenkylfinga)!!! Verðlaunin voru glæsileg í mótinu en þau voru veitt fyrir 1.-3. sætið í punktakeppni og fyrir besta skorið. Vinningar í punktakeppni: 1. Gisting fyrir tvo með morgunmat og 3ja rétta kvöldverð á Hótel Valaskjálf. 2. Matarkort á Salt 3. Kvöldverðarhlaðborð fyrri tvo á Hótel Hallormsstað. Fyrir besta skor í höggleik: 1. Gisting fyrir tvo með morgunmat og 3ja rétta kvöldverð á Hótel Hallormsstað. Á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2015 | 17:30

Beem undrandi á ströggli Tiger

PGA kylfingurinn Rich Beem, 44 ára, tjáir sig um mót vikunnar The Memorial sem fram fer í Ohio, líkt og venjan er, í þessari viku. Hann segir m.a. í grein á Sky Sports að The Memorial, hafi alltaf verið honum sérstakt mót þó hann hafi aldrei spilað vel í því sem sé miður. Hann segir að gestgjafi mótsins Gullni Björninn (Jack Nicklaus) hafi verið dýrkaður af sér og allt sem hann geri í  Muirfield Village sé klassi, jafnvel þó við því sé e.t.v. að búast af 18-földum risamótsmeistara. Beem segir Muirfield alltaf erfiðan völl en sanngjarnan með breiðum brautum, litlum flötum og röffi sem refsi.  Í vindasömum aðstæðum segir Beem sé Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2015 | 17:00

Ísland efst í karla- og kvennaflokki í golfi á Smáþjóðaleikunum

Íslensku kylfingarnir byrjuðu af krafti á fyrsta keppnisdegi á Smáþjóðaleikunum sem hófust í morgun í blíðskaparveðri á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í golfi á Smáþjóðaleikunum og íslenska liðið sýndi styrk sinn strax á fyrsta hringnum. Karla – og kvennaliðin eru bæði í efsta sæti í liðakeppninni og Íslendingar eiga efstu kylfingana í karla – og kvennaflokki. Kristján Þór Einarsson og Haraldur Franklín Magnús deila efsta sætinu í karlaflokknum á 68 höggum en þeir léku báðir á -3 í dag. Andri Þór Björnsson lék á 72 höggum eða einu höggi yfir pari. Kristján Þór fékk alls sex fugla á hringnum en hann tapaði þremur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2015 | 23:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur varð í 79. sæti!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR, endaði í 79. sæti á lokamóti NCAA háskóladeildarinnar í Bandaríkjunum. GR-ingurinn lék þriðja hringinn á +4 eða 76 höggum og samtals var hann á 14 höggum yfir pari vallar (78-72-76). Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum þriðja hringnum en Bryson Dechambeau úr SMU sigraði á -8 samtals (70-67-72 -71). Guðmundur fór holu í höggi á fyrsta hringnum en hann er aðeins annar íslenski karl kylfingurinn sem nær að komast inn á þetta gríðarlega sterka golfmót. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, og sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, lék á þessu móti árið 1988. Aðeins bestu háskólaliðin í Bandaríkjunum eru með í liðakeppninni á þessu móti. Guðmundur keppir í einstaklingskeppninni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2015 | 20:00

Gulbis komst í gegnum úrtökumót f. US Open

Natalie Gulbis sýndi og sannaði að hún er meira en bara fallegt andlit. 2015 keppnistímabilið hefir ekkert verið neitt sérstakt hjá henni… og reyndar 2014 keppnistímabilið ekki heldur. Reyndar hefir Gulbis ekki verið meðal topp-10 í nokkru móti á LPGA síðan árið 2013 á Women’s British Open. Og eini sigur hinnar 32 ára Gulbis er enn Evian Masters árið 2007. En hvað sem öðru líður var hún a.m.k. á tímabili alltaf valin uppáhaldskvenkylfingur í viðtölum við karlkylfinga hér á Golf1 og er a.m.k. á Golf 1 mestnefndi uppáhaldskvenkylfingurinn; en svo er reyndar ekki bara hér á Golf 1 heldur víðar í golfpressunni. Hún er ein af þeim kvenkylfingum sem allan feril Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2015 | 19:30

Els eys Rory lofi

Ernie Els bloggaði lofromsu um nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, fyrir að styrkja mjög svo vel heppnað Opna írska nú um helgina. Rory tók jafnvel þátt í mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurð, í 3. sinn á jafnmörgum árum. Engu að síður sagði Els að hann ætti að vera stoltur af þeirri peningafjárhæð sem safnaðist til góðgerðarmálefnis hans (krabbameinssjúk börn). Meðal þess sem Els sagði  á ernieels.com var eftirfarandi: „Rory McIlroy getur verið mjög stoltur af því sem honum tókst með því að styrkja Dubai Duty Free Irish Open hosted by the Rory Foundation.“ „Reyndar tek ég (Ernie Els) hatt minn ofan fyrir öllum þeim sem þátt tóku venga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2015 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Nannette Hill (37/45)

Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 11.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Þær sem eru í 1.-20. sæti eru með fullan spilarétt en hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Nú er komið að því að kynna þær sem urðu T-10, þ.e. Kelly Shon og Nannette Hill. Í dag verður Hill kynnt. Nannette Hill lék á samtals 6 undir pari, 354 höggum (71 70 72 70 71). Nannette Hill fæddist 3. apríl 1987 og er dóttir William og Nannette Hill. Nannette er því 28 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Charles Sifford —— 2. júní 2015

Það er Charles Sifford sem er afmæliskylfingur dagsins. Charles Sifford fæddist í Charlotte, Norður-Karólínu 2. júní 1922 og lést 3. febrúar á þessu ári, 92 ára að aldri. Sjá með því að SMELLA HÉR:   Hann hefði orðið 93 ára í dag. Hann hóf feril sinn í golfi 13 ára þegar hann gegndi störfum kaddýs. Seinna keppti hann á golfmótum svartra þar sem svörtum var ekki heimiluð þátttaka á PGA. Hann reyndi fyrst að komast á PGA 1952 á Phoenix Open og notaði boð þáverandi heimsmeistara í boxi Joe Louis, en varð m.a. fyrir líflátshótunum vegna litarháttar síns og mátti þola allskyns kynþáttatengd meiðyrði þegar hann keppti í mótum upp frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2015 | 14:00

Hver er kylfingurinn: Rickie Fowler? (3/5)

Nafnið sem er á allra vörum þessa dagana er Rickie Fowler. Hann sannaði það  helgina 9.-10. maí 2015 að hann er ekki bara sætur strákur, kynþokkafullur kylfingur, Boys banda meðlimur með bíladellu heldur frábær kylfingur. Félagar hans á PGA Tour voru stuttu fyrir sigur hans á The Players mótinu, sem oft er nefnt 5. risamótið, búnir að velja hann ásamt Ian Poulter „ofmetnustu kylfingana á PGA Tour.“ Fowler er svo sannarlega búinn að þvo þau hallmæli af sér og nú er m.a. talað um hann sem „verðandi golfgoðsögn“! En hver er kylfingurinn Rickie Fowler? Því verður reynt að svara í 5 greinum og birtist 3. greinin nú í dag og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2015 | 11:45

Tumi og Björn Óskar tóku þátt í Welsh Open Youth Championship

Tumi Hrafn Kúld, GA og Björn Óskar Guðjónsson, GM tóku þátt í  Welsh Open Youth Championship, sem fram fór í Maesdu golfklúbbnum í Wales, dagana 29. maí – 31. maí 2015. Hvorugur þeirra komst í gegnum niðurskurð, en til þess að gera svo varð að vera á samtals 5 yfir pari eða betra en báðir spiluðu þeir Tumi og Björn á samtals 12 yfir pari, hvor. Báðir spiluðu sem sagt á 12 yfir pari, 156 höggum; Björn (79 77) en Tumi (74 82). Sigurvegari í mótinu varð heimamaðurinn Thomas Williams á samtals 4 undir pari, 284 höggum (74 68 73 69). Til þess að sjá lokastöðuna á Welsh Open Youth Championship Lesa meira