Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2015 | 11:45

Tumi og Björn Óskar tóku þátt í Welsh Open Youth Championship

Tumi Hrafn Kúld, GA og Björn Óskar Guðjónsson, GM tóku þátt í  Welsh Open Youth Championship, sem fram fór í Maesdu golfklúbbnum í Wales, dagana 29. maí – 31. maí 2015.

Hvorugur þeirra komst í gegnum niðurskurð, en til þess að gera svo varð að vera á samtals 5 yfir pari eða betra en báðir spiluðu þeir Tumi og Björn á samtals 12 yfir pari, hvor.

Báðir spiluðu sem sagt á 12 yfir pari, 156 höggum; Björn (79 77) en Tumi (74 82).

Sigurvegari í mótinu varð heimamaðurinn Thomas Williams á samtals 4 undir pari, 284 höggum (74 68 73 69).

Til þess að sjá lokastöðuna á Welsh Open Youth Championship SMELLIÐ HÉR: