Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2015 | 18:00

Strákarnir okkar efstir og m/11 högga forskot í hálfleik Smáþjóðaleikanna

Íslenska karlalandsliðið er með ellefu högga forskot í liðakeppninni þegar keppni er hálfnuð í golfkeppninni á Smáþjóðaleikunum. Íslenska liðið raðar sér í þrjú efstu sætin í einstaklingskeppninni og skor þeirra er gott. Kristján Þór Einarsson er efstur á -5 samtals, Haraldur Franklín Magnús er þar næstur á -2 samtals og Andri Þór Björnsson deilir þriðja sætinu á pari vallar með Daniel Holland frá Möltu. Kristján Þór lék á 69 höggum í dag eða -2 en hann fékk alls sex fugla en tapaði fjórum höggum. Haraldur Franklín lék á einu höggi yfir pari vallar í dag eða 72 höggum en hann fékk þrjá fugla og fjóra skolla. Andri Þór lék á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2015 | 12:45

LPGA: Manulife mótið hafið

Mót vikunnar á LPGA er Manulife LPGA Classic sem fram fer í Cambridge í Ontario, Kanada. Margt af bestu kvenkylfingum heims tekur þátt í mótinu þ.á.m. nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydia Ko. Eins taka m.a. þátt: Catriona Matthew, Laura Davies, Brittany Lincicome, Azahara Munoz, Morgan Pressel, Charley Hull, Inbee Park, Yani Tseng, Shanshan Feng o.m.fl. Fyrsti hringur er þegar hafinn. Til þess að fylgjast með stöðunni á Manulife LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2015 | 12:15

GF: Midnight Sun Open 20. júní n.k.

Hið gríðarlega vinsæla mót Golfklúbbsins að Flúðum, Midnight Sun Open fer nú fram 20. júní n.k. eða eftir rúmar 2 vikur. Ræst verður út á sama tíma, kl. 19.30 og leikið fram að miðnætti. NÝTT! Leikfyrirkomulag er betri bolti. Hægt er komast á síðu GSÍ til að skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR:  Tveir leikmenn leika saman í betri bolta. Báðir leika sínum bolta á hverri holu eins og um hefðbundinn höggleik eða punktakeppni sé að ræða. Hins vegar er aðeins betra skorið á hverri holu skráð á skorkortið. Í þessu móti er verður leikinn höggleikur með forgjöf þar sem leikforgjöf kylfinga er lögð saman og deilt með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2015 | 12:05

Birgir Leifur keppir í Sviss

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf leik í dag kl. 11.45 að íslenskum tíma á móti á Áskorendamótaröðinni í Sviss. Mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu og er þetta fyrsta mótið á þessu ári sem Íslandsmeistarinn úr GKG kemst inn á. Birgir leikur einnig á Áskorendamótaröðinni í næstu viku á móti í Belgíu. Fylgjast má með stöðunni í mótinu með því að SMELLA HÉR:  Birgir hefur leikið á nokkrum mótum á Nordea Ecco mótaröðinni á þessu tímabili en hann er með takmarkaðann keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. „Einu væntingar mínar fyrir þetta mót eru að hugarfarið og ákvarðanatakan verði í lagi. Og að ég slái eins mörg góð golfhögg og ég mögulega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2015 | 12:00

Evróputúrinn: Nordea Masters hafið! Fylgist með hér!!!

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Nordea Masters mótið, sem fram fer á PGA Sweden National í Malmö í Svíþjóð. Hæst rankaði keppandi mótsins er heimamaðurinn Henrik Stenson, sem er nr. 4 á heimslistanum. Hann hefir þegar lokið leik; lék á 2 undir pari, 70 höggum og er sem stendur í 10. sæti. Þó nokkrir eiga eftir að ljúka leik. Sem stendur er Svíinn Jens Dantorp efstur á 5 undir pari, en á eftir að ljúka leik. Fylgjast má með stöðunni á Nordea Masters með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2015 | 07:00

GM: Eimskipsmótaröðin fer í 1. sinn fram á Hlíðavelli

Símamótið á Eimskipsmótaröðinni, þ.e. 3. mótið í ár á Eimskipsmótaröðinni, fer fram á Hlíðavelli 12. -14. júní en það verður í fyrsta sinn sem mótaröð þeirra bestu fer fram á Hlíðavelli. Mikill metnaður er hjá nýsameinuðum Golfklúbbi Mosfellsbæjar að gera mótið sem best úr garði. Hliðavöllur er par-72 og 5753 m af hvítum en 5146 m af bláum, þ.e. keppnisteigum kvenkylfinga. Völlurinn var stækkaður úr 9 holu í 18 holu völl árið 2010 og GM hefir auk þess yfir að ráða hinum 9 holu Bakkakotsvelli eftir sameiningu GKJ og GOB í GM á síðasta ári. Vallarmetið á Hlíðavelli á Ingi Rúnar Gíslason, GR, en hann lék á 66 höggum af af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2015 | 20:30

Stenson ánægður heima

Henrik Stenson vonast til að veita næstu kynslóð sænskra kylfinga innblástur þegar hann snýr aftur til Malmö til þess að taka þátt í móti Nordea Masters hér. Nr. 4 á heimslistanum (Stenson) á enn eftir að sigra á þessu móti á heimavelli og hann langar mikið til þess að bæta árangur sinn frá því í fyrra þegar hann varð í 5. sæti. Stenson er bara ánægður með að vera aftur heima í Svíþjóð. „Það er frábært að vera kominn heim,“ sagði Stenson í viðtali.  „Ég fékk hlýjar móttökur á síðasta ári – það var svo mikill stuðningur við mig og alla hina sænsku kylfinganna.“   „Ég átti ekki minn besta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2015 | 20:00

NK: Einnarkylfu keppni NK-kvenna

Kvennanefnd NK sendi eftirfarandi tilkynningu: Þriðjudaginn 9. júní verður Einnarkylfukeppni NK-kvenna haldin þar sem leiknar verða 9 holur með einni kylfu og pútter. Stórskemmtilegt mót fyrir allar konur sem eru meðlimir í Nesklúbbnum þar sem dagskráin er eftirfarandi: Mæting er kl.17:00 í Happy Hour Ræst verður út á öllum teigum kl.18:00 og spilaðar 9 holur. Skráning er hafin á www.golf.is og lýkur á miðnætti sunnudaginn 8. júní. Einnig er hægt að skrá sig á skrifstofu klúbbsins milli 9-16 í síma 561-1930. Athugið að þátttkendafjöldi er takmarkaður við 52 og dregið verður í holl. Að móti loknu verður verðlunafhending og kvöldverður í golfskálanum. Boðið verður upp á ljúffengan fiskrétt frá Veislunni. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2015 | 19:00

Afmæliskylfingur dagsins: Axel Bóasson —— 3. júní 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Axel Bóasson. Axel er fæddur 3. júní 1990 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Axel var við nám og spilaði golf með golfliði Mississippi háskóla, í Bandaríkjunum, en hann útskrifaðist þaðan nú í vor. Hann er Íslandsmeistari í höggleik 2011. Axel sigraði m.a. á 1. stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar upp á Skaga 2013 og endurtók þar með leikinn frá árinu 2011 þegar hann vann einnig á 1. stigamóti ársins þá. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér: Axel Bóasson (25 ára – Innilega til hamingju með  stórafmælið!!! ) Aðrir frægir kylfingar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2015 | 18:15

Rory tekur sér frí

Rory McIlroy ætlar ekki að spila í neinu móti fram að Opna bandaríska risamótinu. Hann ætlar að taka sér frí til æfinga fyrir risamótið en hann þarf líka að yfirvinna það að hafa ekki komist í gegnum niðurskurð í 2 síðustu mótum sem hann hefir tekið þátt í, BMW PGA Championship í Wentworth og Opna írska, þar sem hann var í ofan álag gestgjafi. En kannski að þetta fram og tilbaka milli móta í Bandaríkjunum og Evrópu reyni líka svolítið á? A.m.k. þarfnast Rory hvíldar… og hana ætlar hann sér að taka og mæta ferskur til leiks í risamótið. Aðspurður hvað hann ætlaði að gera til að gera í fríi Lesa meira