Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2015 | 17:30

Beem undrandi á ströggli Tiger

PGA kylfingurinn Rich Beem, 44 ára, tjáir sig um mót vikunnar The Memorial sem fram fer í Ohio, líkt og venjan er, í þessari viku.

Rich Beem

Rich Beem

Hann segir m.a. í grein á Sky Sports að The Memorial, hafi alltaf verið honum sérstakt mót þó hann hafi aldrei spilað vel í því sem sé miður.

Hann segir að gestgjafi mótsins Gullni Björninn (Jack Nicklaus) hafi verið dýrkaður af sér og allt sem hann geri í  Muirfield Village sé klassi, jafnvel þó við því sé e.t.v. að búast af 18-földum risamótsmeistara.

Beem segir Muirfield alltaf erfiðan völl en sanngjarnan með breiðum brautum, litlum flötum og röffi sem refsi.  Í vindasömum aðstæðum segir Beem sé þetta einn erfiðasti völlurinn að spila á. Vindurinn gnauði í trjánum og það sé alltaf erfitt að koma boltanum nærri.

Beem segir að hann sé ekki viss við hverju megi búast af Tiger í þessari viku.  Liðið hafi 3 vikur frá því að hann (Tiger) spilaði í síðasta móti sínu, The Players, þar sem frammistaðan var svona í meðallagi. Beem segir að hann sé undrandi á að maður sem hafi náð svo miklu á golfvellinum (Tiger9, og á þann hátt sem hann náði því sé að ströggla svona gífurlega.  Hann (Tiger) sé engu að síður frábær fyrir golfið og hann (Beem) haldi að allir áhangendur golfsins vilji sjá hann aftur í góðu formi – hann (Beem) svo sannarlega vilji það.

Beem segist vona að s.l. 3 vikur hafi verið honum nægur tími til þess æfa og koma á morgun (fimmtudag) og vera á góðu skori. Tiger hafi sigrað fjölmörg skipti og hann kunni á Muirfield betur en nokkur annar.  Beem segir að allt sem Tiger þurfi að gera sé að fara út á völl, og afsakar síðan að nota slagorð styrktaraðila Tiger: hann verði að …. just do it!!! (Auglýsingaslagorð Nike, sem Tiger auglýsir fyrir þ.e. Beem er að segja að Tiger verði bara að standa við stóru slagorðin í auglýsingunni og láta vaða!)