Ísland efst í karla- og kvennaflokki í golfi á Smáþjóðaleikunum
Íslensku kylfingarnir byrjuðu af krafti á fyrsta keppnisdegi á Smáþjóðaleikunum sem hófust í morgun í blíðskaparveðri á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í golfi á Smáþjóðaleikunum og íslenska liðið sýndi styrk sinn strax á fyrsta hringnum. Karla – og kvennaliðin eru bæði í efsta sæti í liðakeppninni og Íslendingar eiga efstu kylfingana í karla – og kvennaflokki.
Kristján Þór Einarsson og Haraldur Franklín Magnús deila efsta sætinu í karlaflokknum á 68 höggum en þeir léku báðir á -3 í dag. Andri Þór Björnsson lék á 72 höggum eða einu höggi yfir pari.
Kristján Þór fékk alls sex fugla á hringnum en hann tapaði þremur höggum á hringnum.
Haraldur Franklín byrjaði ekki vel en hann var á +3 eftir fjórar holur en hann lagaði stöðu sína með „flugeldasýningu“ með þremur fuglum í röð á 8., 9., og 10. braut – og erni á þeirri 11.
Andri Þór fékk alls þrjá fugla í dag en hann tapaði fjórum höggum á hringnum.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er efst í kvennaflokknum á -3 samtals eða 68 höggum. Hún lék frábært golf í dag og fékk alls fimm fugla. Sunna Víðisdóttir lék á 74 höggum eða +2 en hún var á einu höggi undir pari eftir 11 holur en tapaði þremur höggum eftir það. Sunna er í þriðja sæti.
Karen Guðnadóttir er í sínu fyrsta A-landsliðsverkefni og lék hún á +5 í dag eða 77 höggum. Hún er í 5.– 6. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn.
Staðan í kvennaflokki:
Tvö bestu skorin á hverjum hring telja hjá hverju liði í liðakeppninni.
Kvennaliðið er á samtals 143 höggum eða -1 og er með 10 högg forskot á Mónakó.
Karlaliðið er á samtals 136 höggum eða -6 og er einnig með 10 högga forskot en Malta er í öðru sæti og Andorra í því þriðja.
„Þetta var fínn dagur og ég mér líður mjög vel. Það var rólegt yfir þessu og ég var yfirvegaður. Það var gaman að geta notið sín á góðum velli í frábæru veðri eins og það var í dag,“ sagði Kristján Þór Einarsson eftir hringinn í dag. „Þetta er landsliðsverkefni og gaman að vera að spila hérna á heimavelli. Þetta er mjög sérstakt í alla staði og gaman að geta verið í hópi þeirra sem fá að spila í fyrsta sinn í golfi á þessum leikum.“
„Ég gerði nánast engin mistök í dag og setti góð pútt ofaní. Völlurinn er frábær, flatirnar eru reyndar frekar harðar en þær halda vel. Það er ekki oft sem við erum að keppa fyrir Ísland hér á landi og mér finnst það skrýtið. Það er þvílíkur bónus fyrir okkur að þekkja völlinn en það er nóg af golfi eftir. Það er mjög gaman að taka þátt í þessu verkefni og við erum hluti af stórri liðsheild. Það gerir þetta sérstakt og mér finnst það gaman. Þetta erí fyrsta skipti sem ég tek þátt í svona móti og það fylgir því öðruvísi tilfinning,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Sjá má myndir GSÍ frá 1. keppnisdegi á Smáþjóðaleikunum með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024