Rickie Fowler
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2015 | 14:00

Hver er kylfingurinn: Rickie Fowler? (3/5)

Nafnið sem er á allra vörum þessa dagana er Rickie Fowler. Hann sannaði það  helgina 9.-10. maí 2015 að hann er ekki bara sætur strákur, kynþokkafullur kylfingur, Boys banda meðlimur með bíladellu heldur frábær kylfingur. Félagar hans á PGA Tour voru stuttu fyrir sigur hans á The Players mótinu, sem oft er nefnt 5. risamótið, búnir að velja hann ásamt Ian Poulter „ofmetnustu kylfingana á PGA Tour.“ Fowler er svo sannarlega búinn að þvo þau hallmæli af sér og nú er m.a. talað um hann sem „verðandi golfgoðsögn“!

En hver er kylfingurinn Rickie Fowler? Því verður reynt að svara í 5 greinum og birtist 3. greinin nú í dag og verður fjallað um fyrstu tvö ár Rickie sem atvinnumanns.

Rickie Fowler - Rory telur að flestir í Ryder Cup liði Evrópu vilji mæta Fowler í viðureign

Rickie Fowler

2010
Í febrúar 2010 varð Fowler í 2. sæti á the Waste Management Phoenix Open með heildarskor upp á 15 undir pari, á TPC of Scottsdale vellinum. Í júní 2010, náði Fowler í þriðja sinn 2. sæti á PGA Tour móti og í þetta sinn á the Memorial Tournament í Dublin, Ohio. Fowler var í forystu fyrir lokahringinn, en var á 73 höggum og Justin Rose náði fyrsta sigri sínum á PGA Tour. Þessi árangur Rickie varð hins vegar til þess að hann fór á topp-50 á heimslistanum.

Í september skrifaði Rickie undir styrktarsamning við Puma, sem fól í sér að Rickie ætti að auglýsa golffatnað frá fyrirtækinu. Í sama mánuði var hann val fyrirliða í Ryder bikars lið Bandaríkjanna. Þá var hann 21 árs og 9 mánaða og sá yngsti bandaríski Ryder bikars leikmaður allra tíma, aðeins Sergio Garcia var eldri þegar hann spilaði fyrst í Rydernum 1999.

Fowler missti holu í fjórleikskeppni í fyrsta leik sínum vegna reglubrots, eftir að taka frídropp úr leðjuástandi á vellinum af röngum stað en þetta voru mistök sem fyrirliði liðs Bandaríkjanna, Corey Pavin, skrifaði á reynsluleysi Fowler. Á lokadegi mótsins í tvímenningunum gegn Edoardo Molinari fékk Fowler fugla á síðustu 4 holurnar eftir að hafa verið 4 undir eftir 12 holur og skyldi jafn við Molinari.

Fowler vann nýliðaverðlaunin, sem var umdeilt, en hinn nýliðinn sem kom til greina að hljóta þau var Rory McIlroy.

Rickie Fowler.
2011
Í júlí 2011, var Fowler jafn öðrum í forystu eftir 54-holu leik á AT&T National, en skrambi á lokahringnum varð til þess að frestun varð á 1. PGA Tour sigri hans. Tveimur vikum síðar náði Fowler besta árangri sínum til þess tíma þegar hann varð T-5 á Opna breska á Royal St George’s. Í ágúst 2011 varð Fowler T-2 á WGC-Bridgestone Invitational á eftir sigurvegaranum Adam Scott, en þetta varð til þess að hann komst í 28. sætið á heimslistanum.
Á PGA Championship, var Fowler á eftirfarandi skori: 74-69-75-68 og lauk keppni samtals á 6 yfir pari með heildarskor upp á 286 högg og T-51. Snemma á 3. degi skaust Fowler upp skortöfluna með 3 fuglum á fyrstu 5 holunum en féll síðar á hringnum niður aftur með 2 þrefalda skolla, sem bundu endanlega enda á sigurvonir hans.

Á fyrsta FedEx Cup umspils mótinu varð Fowler T-52 á The Barclays lokavikuna í ágúst. Í næstu viku varð hann aftur T-52 á the Deutsche Bank Championship, sem var 2. FedEx umspils mótið sem hann tók þátt í, eftir vonbrigðalokahring upp á 77. Á þessum tíma vaar Fowler í 37. sæti á FedEx Cup stigalistanum og þarfnaðist sterkrar frammistöðu á BMW Championship til þess að komast í hóp þeirra 30 sem fengu að keppa á The Tour Championship. Það tókst ekki en hann varð í 48. sæti. En með því að verða í 43. sæti í FedEx Cup, vann Fowler sér inn $132,000 bónus.
Í október naut Fowler fyrsta sigurs síns á OneAsia Tour’ þ.e. í Kolon Korea Open mótinu þar sem hann átti 6 högg á aðalkeppinaut sinn, Rory McIlroy.
Fowler lauk keppni árið 2011 í 32. sæti á heimslistanum.

Í september 2011 hóf Fowler þátttöku ásamt Graeme McDowell, í These Guys are Good auglýsingaherferðinni.