
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur varð í 79. sæti!
Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR, endaði í 79. sæti á lokamóti NCAA háskóladeildarinnar í Bandaríkjunum. GR-ingurinn lék þriðja hringinn á +4 eða 76 höggum og samtals var hann á 14 höggum yfir pari vallar (78-72-76). Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum þriðja hringnum en Bryson Dechambeau úr SMU sigraði á -8 samtals (70-67-72 -71). Guðmundur fór holu í höggi á fyrsta hringnum en hann er aðeins annar íslenski karl kylfingurinn sem nær að komast inn á þetta gríðarlega sterka golfmót.
Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, og sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, lék á þessu móti árið 1988. Aðeins bestu háskólaliðin í Bandaríkjunum eru með í liðakeppninni á þessu móti. Guðmundur keppir í einstaklingskeppninni en skólalið hans, East Tennessee State, náði ekki að komast í lokamótið.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst einnig inn á lokamót NCAA þegar hún var að keppa fyrir Wake Forest háskólann. Það eru því þrír kylfingar frá Íslandi sem hafa komist inn á lokamót NCAA.
Heimild: golf.is
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge