Smáþjóðaleikar settir í gær – golf meðal keppnisgreina í fyrsta sinn!
Smáþjóðaleikarnir voru settir í gær í Laugardalshöll á glæsilegri opnunarhátíð. Þetta er í annað sinn sem leikarnir fara fram í Reykjavík en árið 1997 var opnunarhátíðin á Laugardalsvelli og þá snjóaði á gesti. Hátíðin í gær var því undir þaki Laugardalshallar og var Þóra Arnórsdóttir kynnir. Páll Óskar Hjálmtýsson sá um að skemmta áhorfendum og gestum en hátíðin var í beinni útsendingu á RÚV. Lárus Blöndal forseti ÍSÍ og Marc Theisen, fulltrúi evrópsku Ólympíunefndarinnar, héldu ávörp en keppnin hefst í dag. Keppt er í golfi í fyrsta sinn í sögunni á Smáþjóðaleikunum en þetta er í 16. sinn sem leikarnir eru haldnir. Keppnin fer fram á Korpúlfsstaðarvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Lesa meira
Fowler ánægður á Írlandi
Þrátt fyrir erfiðar keppnisaðstæður þá sagðist Rickie Fowler hafa notið keppninnar á Dubai Duty Free Irish Open nú um helgina. Það voru einkum vindar og rigning sem settu strik í reikninginn hjá keppendum á Royal County Down og voru aðeins 5 keppendur á heildarskori undir pari í keppninni. Þrátt fyrir það mættu 80.000 manns til þess að fylgjast með heimamanninum nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, sem styrkti mótið en náði sjálfur ekki að komast í gegnum niðurskurð. „Ég átti frábæran tíma … áhangendurnir voru æðislegir á einum uppáhaldsvalla mínum í heiminum,“ sagði Fowler í viðtali við irishtimes.com. „Það var virkilega svalt að vinur minn Rory skyldi biðja mig um að koma og styðja Lesa meira
Rolex-heimslistinn: Nordqvist í 7. sæti!
Anna Nordqvist sigraði nú um helgina á ShopRite LPGA Classic, en við það fór þessi sænski draumakylfingur úr 14. sæti Rolex-heimslistans upp um 7 sæti eða í 7. sætið. Sigurinn var fyrsti sigur Nordqvist á þessu keppnistímabili en sá 5. á ferli hennar. Nr. 1 á Rolex-heimslistanum Lydia Ko lék ekki um helgina og missti við það svolítið af forskoti sínu á toppi Rolex-listans en Inbee Park nagar í hælana á henni, aðeins munar 0,16 stigum á þeim tveimur. Á eftir Park koma þær (í réttri röð): Stacy Lewis (3. sæti), Hyo-Joo Kim (4. sæti), Shanshan Feng (5. sæti) og So Yeon Ryu (6. sæti). Brittany Lincicome er síðan í 8. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Þrumuveður setti mótshald á lokamóti NCAA úr skorðum
Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR náði ekki að ljúka leik á þriðja hringnum á lokamóti NCAA NCAA háskóladeildarinnar í Bandaríkjunum í gær. Keppni var frestað vegna þrumuveðurs en Guðmundur hafði leikið 13 holur í gær á þriðja hringum. GR-ingurinn sem keppir fyrir hönd ast Tennessee State háskólans í einstaklingskeppninni var á +3 eftir 13 holur í gær og samtals á +9 í 74. sæti af alls 156 keppendum. Guðmundur hafði fengið þrjá skolla á hringnum í gær. Guðmundur lék á 78 höggum á fyrsta hringnum þar sem hann fór m.a. holu í höggi og á öðrum hringnum lék hann á pari vallar. Guðmundur er annar íslenski kylfingurinn sem nær að komast í Lesa meira
Tiger tékkar á mótsstað Opna bandaríska í ár – Chambers Bay
Mike Davis hjá bandaríska golfsambandinu sagði nýlega að kylfingar þyrftu aukaæfingahringi á Chambers Bay til þess að vera nægilega undirbúnir til keppni, en Opna bandaríska fer fram á vellinum 18. júní n.k. Chambers Bay er í Washington ríki, nálægt Tacoma við Puget sund og er talinn besti golfvöllur ríkisins – Sjá má heimasíðu vallarins með því að SMELLA HÉR: Einn af þeim sem virðist hafa tekið mark á Davis er Tiger Woods. Einkaflugvél hans sást á flugvellinum við völlinn og sagt var að Tiger væri að ganga völlinn og kynna sér aðstæður, jafnframt því að taka æfingahringi. Í síðustu viku sást til Phil Mickelson, sem var þar í sömu erindagjörðum. Lesa meira
Williams aftur kaddý Scott!
Kylfusveinninn Steve Williams frá Nýja-Sjálandi er aftur genginn til liðs við Masters meistarann ástralska Adam Scott og mun verða á pokanum hjá honum í öllum 3 risamótunum. Adam tókst að beita Williams fortölum til þess að vera aftur á pokanum hjá honum. Williams verður á poka Scott á Opna bandaríska, Opna breska og PGA Championship í ágúst. Hinn 50 ára Williams mun líka bera pokann fyrir Scott á Bridgestone Invitational tournament, vikuna fyrir US PGA Championship. Scott sagði fyrrum kylfusveini sínum Mike Kerr upp enda hefir samstarfið ekki gengið að óskum. „Steve (Williams) var ákveðinn í að vera ekki í kaddýstörfum 2015 þannig að það þurfti að vera ansi sannfærandi en ég Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Rafnkell Kr. Guttormsson – 1. júní 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Rafnkell Guttormsson. Rafnkell er fæddur 1. júní 1970 og er því 45 ára í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn Rafnkell Kr. Guttormsson (45 ára Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dísa Í Blómabúðinni, 1. júní 1960 (55 ára)Marisa Isabel Baena, 1. júní 1977 (38 ára) kólombísk á LPGA; Hansína Þorkelsdóttir, GKG, 1. júní 1979 (36 ára) Dagmar Una Ólafsdóttir, 1. júní 1981 (34 ára) Tano Goya (Argentínumaður á Evróputúrnum) 1. júní 1988 (27 ára) og Carlota Ciganda, 1. júní 1990 (25 ára); Villimey Iceland, 1. júní 1990 (25 Lesa meira
LET Access: Valdís Þóra lauk leik T-25
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni lék lokahringinn á Drøbak Ladies meistaramótinu á einu höggi yfir pari eða 71 höggi í gær í Noregi. Mótið er hluti ef LETAS mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Valdís endaði í 25. – 30. sæti af alls 113 keppendum á +8 (73-74-71). Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn á þessu móti. Valdís Þóra er í 15. sæti á peningalista LETAS mótaraðarinnar en þetta var fimmta mótið sem hún leikur á þessu tímabili. Ólafía Þórunn er í 20. sæti á þessum lista en hún hefur einnig tekið þátt á fimm mótum. Það er að miklu að keppa Lesa meira
GH: Vel sóttur reglufundur
Félagar í Golfklúbbi Húsavíkur fjölmenntu á reglufund nú á dögunum. Á meðfylgjandi mynd má sjá Magnús Hreiðarsson fara yfir lausnir frá stígum. Mjög fróðlegur fundur og að sögn afar vel heppnaður!
GÖ: Aron Bjarni og Elísabet sigruðu á Opna Mapei
Opna Mapei Húsasmiðjan fór fram á Öndverðarnesvelli á laugardaginn 30. maí. Það var býsna hvasst meðan á mótinu stóð en keppendur létu það ekki hafa áhrif á sig og mættu til leiks með bros á vör. Úrslit urðu eftirfarandi: Besta skori án forgjafar náði Aron Bjarni Stefánsson GVS en hann lék á 40 punktum eða 69 höggum sem er einu höggi undir pari vallarins. Í þremur eftstu sætum með forgjöf urðu: 1. sæti Elísabet K. Jósefsdóttir GO 34 punktar 2. sæti Trausti Rúnar Hallsteinsson GK 31 punktar 3. sæti Jason Kristinn Ólafsson GÖ 30 punktar 4. sæti Stefán B. Gunnarsson GÖ varð í fjórða sæti með forgjöf á 29 punktum Lesa meira










