Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2015 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Nannette Hill (37/45)

Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 11.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.

Þær sem eru í 1.-20. sæti eru með fullan spilarétt en hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt.

Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.

Nú er komið að því að kynna þær sem urðu T-10, þ.e. Kelly Shon og Nannette Hill. Í dag verður Hill kynnt.

Nannette Hill lék á samtals 6 undir pari, 354 höggum (71 70 72 70 71).

Nannette Hill

Nannette Hill

Nannette Hill fæddist 3. apríl 1987 og er dóttir William og Nannette Hill. Nannette er því 28 ára.  Hún byrjaði að spila golf 6 ára og segir föður sinn vera þá manneskju sem hafi haft mest áhrif á feril sinn.

Líkt og Ólafía okkar Þórunn Kristinsdóttir spilaði Hill í bandaríska háskólagolfinu með liði Wake Forest en lesa má allt um afrek hennar þar með því að SMELLA HÉR:  Þær Ólafía Þórunn voru þó aldrei liðsfélagar því Nannette er aðeins eldri en Ólafía.

Hill komst á LPGA í fyrstu tilraun sinni. Meðal áhugamála hennar eru að spila tennis, hjólreiðar og vera með fjölskyldu og vinum og hundunum sínum.

Árið 2009 gerðist Nannette atvinnumaður í golfi og varð í 25. sæti á úrtökumóti LPGA og vann sér inn kortið sitt á LPGA í fyrstu tilraun sinni.

Árið 2010 sigraði Nannette á  City of Hammond Classic á the LPGA Futures Tour.

Árið 2011 var besti árangur hennar á LPGA 66. sætið á LPGA Founders Cup.

Á árunum 2012-2014 lék Nannette á Symetra Tour, en snýr nú aftur með fullan keppnisrétt á LPGA 2015!!!