Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2015 | 19:30

Els eys Rory lofi

Ernie Els bloggaði lofromsu um nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, fyrir að styrkja mjög svo vel heppnað Opna írska nú um helgina.

Rory tók jafnvel þátt í mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurð, í 3. sinn á jafnmörgum árum.

Engu að síður sagði Els að hann ætti að vera stoltur af þeirri peningafjárhæð sem safnaðist til góðgerðarmálefnis hans (krabbameinssjúk börn).

Meðal þess sem Els sagði  á ernieels.com var eftirfarandi:

Rory McIlroy getur verið mjög stoltur af því sem honum tókst með því að styrkja Dubai Duty Free Irish Open hosted by the Rory Foundation.

Reyndar tek ég (Ernie Els) hatt minn ofan fyrir öllum þeim sem þátt tóku venga þess að þetta var ótrúlega vel skipulagt mót í alla staði. Stuðningur margra af bestu kylfingum heims jók á áhugann á mótinu og Rory á skilið stóra sneið af hrósinu fyrir það.  Rory bað mig um að spila og það var auðveld ákvörðun að segja „já“ sem það var fyrir marga aðra.“

Rory er góður sendiherra fyrir íþrótt okkar og frá persónulegu sjónarhorni þá hefir hann líka verið dyggur stuðningsmaður í viðleitni okkar að safna fé fyrir „Els for Autism“ (en það er sjóður sem Els stofnaði fyrir einhverfa, en Els á sjálfur einhverfan son).

Augljóslega var þetta mikil velgengni frá sjónarhóli velgerðarmálefnisins, en meira en £1.5 milljón söfnuðust fyrir Rory Foundation, sem rennur til krabbameinssjúkra barna.“