Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2015 | 18:15

Rory tekur sér frí

Rory McIlroy ætlar ekki að spila í neinu móti fram að Opna bandaríska risamótinu.

Hann ætlar að taka sér frí til æfinga fyrir risamótið en hann þarf líka að yfirvinna það að hafa ekki komist í gegnum niðurskurð í 2 síðustu mótum sem hann hefir tekið þátt í, BMW PGA Championship í Wentworth og Opna írska, þar sem hann var í ofan álag gestgjafi.

En kannski að þetta fram og tilbaka milli móta í Bandaríkjunum og Evrópu reyni líka svolítið á?

A.m.k. þarfnast Rory hvíldar… og hana ætlar hann sér að taka og mæta ferskur til leiks í risamótið.

Aðspurður hvað hann ætlaði að gera til að gera í fríi sínu svaraði Rory: „Ég verð a.m.k. ekki að spila golf, það er öruggt. […] ég ætla bara að reyna að komast aðeins frá  þessu og fríska mig við og undirbúa mig fyrir Opna bandaríska.“

Rory hefir s.s. áður sýnt og sannað að hann er fljótur að jafna sig eftir skakkaföll á golfvellinum sbr. það þegar hann brotnaði niður á Masters 2011 en kom síðan sterkur tilbaka og vann Opna bandaríska og átti 8 högg á næsta mann!

Kannski hann endurtaki leikinn í ár og sigri Opna bandaríska, hver veit?