Nesklúbburinn
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2015 | 20:00

NK: Einnarkylfu keppni NK-kvenna

Kvennanefnd NK sendi eftirfarandi tilkynningu:

Þriðjudaginn 9. júní verður Einnarkylfukeppni NK-kvenna haldin þar sem leiknar verða 9 holur með einni kylfu og pútter. Stórskemmtilegt mót fyrir allar konur sem eru meðlimir í Nesklúbbnum þar sem dagskráin er eftirfarandi:

Mæting er kl.17:00 í Happy Hour

Ræst verður út á öllum teigum kl.18:00 og spilaðar 9 holur. Skráning er hafin á www.golf.is og lýkur á miðnætti sunnudaginn 8. júní. Einnig er hægt að skrá sig á skrifstofu klúbbsins milli 9-16 í síma 561-1930. Athugið að þátttkendafjöldi er takmarkaður við 52 og dregið verður í holl.

Að móti loknu verður verðlunafhending og kvöldverður í golfskálanum. Boðið verður upp á ljúffengan fiskrétt frá Veislunni.

Verðlaun verður fyrir 1. – 3. sæti, nándarverðlaun á 2 braut og verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á fyrstu braut.

Þátttökugjald í mót og happy hour & kvöldverð er kr. 3.800

Hlökkum til að sjá ykkur allar

Kvennanefnd NK