
GM: Eimskipsmótaröðin fer í 1. sinn fram á Hlíðavelli
Símamótið á Eimskipsmótaröðinni, þ.e. 3. mótið í ár á Eimskipsmótaröðinni, fer fram á Hlíðavelli 12. -14. júní en það verður í fyrsta sinn sem mótaröð þeirra bestu fer fram á Hlíðavelli.
Mikill metnaður er hjá nýsameinuðum Golfklúbbi Mosfellsbæjar að gera mótið sem best úr garði.
Hliðavöllur er par-72 og 5753 m af hvítum en 5146 m af bláum, þ.e. keppnisteigum kvenkylfinga.
Völlurinn var stækkaður úr 9 holu í 18 holu völl árið 2010 og GM hefir auk þess yfir að ráða hinum 9 holu Bakkakotsvelli eftir sameiningu GKJ og GOB í GM á síðasta ári.
Vallarmetið á Hlíðavelli á Ingi Rúnar Gíslason, GR, en hann lék á 66 höggum af af hvítum teigum (í meistaraflokki) 10. júlí 2011 í Golfskálamótinu, sem var fyrsta opna mótið eftir að Hlíðavöllur stækkaði í 18 holur. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Inga Rúnar með því að SMELLA HÉR:
Metið var síðan jafnað nú nýlega af Þórði Rafni Gissurarsyni, GR, en hann tók þátt í 1. móti íslensku PGA mótaraðarinnar á Hlíðavelli 22. maí s.l. og var á því glæsiskori 6 undir pari, 66 höggum – sem var, sem segir, jöfnun á fyrra vallarmeti á Hlíðavelli af hvítum teigum.
Íslenska PGA mótaröðin samanstendur annars af 6 mótum og telja 4 bestu til vals í ITC mót þar sem þrír kylfingar keppa fyrir Íslands hönd. Ef einhver af þessum þremur kylfingum gefur ekki kost á sér í mótið velur stjórn PGA á Íslandi kylfing í hans stað. Lið Íslands verður síðan tilkynnt á Haustþingi PGA.
Enn er hægt að skrá sig í 3. mót á Eimskipsmótaröðinni sem í 1. sinn fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024