Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2015 | 07:00

GM: Eimskipsmótaröðin fer í 1. sinn fram á Hlíðavelli

Símamótið á Eimskipsmótaröðinni, þ.e. 3. mótið í ár á Eimskipsmótaröðinni, fer fram á Hlíðavelli 12. -14. júní en það verður í fyrsta sinn sem mótaröð þeirra bestu fer fram á Hlíðavelli.

Mikill metnaður er hjá nýsameinuðum Golfklúbbi Mosfellsbæjar að gera mótið sem best úr garði.

Hliðavöllur er par-72 og 5753 m af hvítum en 5146 m af bláum, þ.e. keppnisteigum kvenkylfinga.

Völlurinn var stækkaður úr 9 holu í 18 holu völl árið 2010 og GM hefir auk þess yfir að ráða hinum 9 holu Bakkakotsvelli eftir sameiningu GKJ og GOB í GM á síðasta ári.

Vallarmetið á Hlíðavelli á Ingi Rúnar Gíslason, GR, en hann lék á 66 höggum af af hvítum teigum (í meistaraflokki) 10. júlí 2011 í Golfskálamótinu, sem var fyrsta opna mótið eftir að Hlíðavöllur stækkaði í 18 holur.  Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Inga Rúnar með því að  SMELLA HÉR: 

Metið var síðan  jafnað nú nýlega af Þórði Rafni Gissurarsyni, GR, en hann tók þátt í 1. móti íslensku PGA mótaraðarinnar á Hlíðavelli 22. maí s.l.  og var á því glæsiskori 6 undir pari, 66 höggum – sem var, sem segir, jöfnun á fyrra vallarmeti á Hlíðavelli af hvítum teigum.

Íslenska PGA mótaröðin samanstendur annars af 6 mótum og telja 4 bestu  til vals í ITC mót þar sem þrír kylfingar keppa fyrir Íslands hönd. Ef einhver af þessum þremur kylfingum gefur ekki kost á sér í mótið velur stjórn PGA á Íslandi kylfing í hans stað. Lið Íslands verður síðan tilkynnt á Haustþingi PGA.

Enn er hægt að skrá sig í 3. mót á Eimskipsmótaröðinni sem í 1. sinn fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ SMELLIÐ HÉR: