Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2015 | 20:30

Stenson ánægður heima

Henrik Stenson vonast til að veita næstu kynslóð sænskra kylfinga innblástur þegar hann snýr aftur til Malmö til þess að taka þátt í móti Nordea Masters hér.

Nr. 4 á heimslistanum (Stenson) á enn eftir að sigra á þessu móti á heimavelli og hann langar mikið til þess að bæta árangur sinn frá því í fyrra þegar hann varð í 5. sæti.

Stenson er bara ánægður með að vera aftur heima í Svíþjóð.

Það er frábært að vera kominn heim,“ sagði Stenson í viðtali.  „Ég fékk hlýjar móttökur á síðasta ári – það var svo mikill stuðningur við mig og alla hina sænsku kylfinganna.“

 

Ég átti ekki minn besta lokahring og var svolítið búinn á því á sunnudeginum.  Ég átti enn tækifæri á 18. holu og þarfnaðist fugls til þess að komast í bráðabana en það gerðist ekki.  Vonandi get ég verið þar þar til í árslok.  Ég ólst upp við að fylgjast með þessari keppi, síðan spilaði ég í fyrsta mótinu 1996 sem áhugamaður og ég hef verið með í flestum mótum síðan þá.“

Það er mikilvægt ða koma aftur og vera innblástur fyrir næstu kynslóð og vonandi styrki ég sænskt mót í leiðinni.

Ég hef séð marga góða kylfinga koma upp. Ég spilaði 9 holur með Marcus Kinhult og hann hefir átt góðu gengi að fagna meðal áhugamannanna.“

 

Það er mikið af sterkum kylfingum að koma fram. Ég er ekki í sambandi við alla þar sem ég bý og spila að mestu leyti í Bandaríkjunum en ég reyni að fylgjast með þannig að ég veit af þeim.  Það er gott að sjá þá í þessari viku.“