Gísli á +4 e. 1. dag St. Andrews Trophy
Okkar maður Gísli Sveinbergsson GK er meðal keppanda á St.Andrews Links Trophy 2015. Hann átti rástíma klukkan 13:50 í dag og 9:30 á morgun. Þetta mót er eitt af flottari mótum á Bretlandseyjum og verður það haldið á hinu fræga golfsvæði St.Andrews. Verða fyrstu tveir hringir í mótinu spilaðir á Jubilee vellinum. Eftir 36 holur munu aðeins 40 keppendur komast áfram í gegnum niðurskurðinn. Ef Gísli kemst í gegnum niðurskurðinn þá mun hann spila 36 holur á hinum fræga Old Course þar sem Opna breska meistaramótið verður haldið í ár. Gísli lék á 4 yfir pari, 76 höggum í dag og er í 109. sæti af 144 þátttakendum og því fátt Lesa meira
Evróputúrinn: Svíar á toppnum e. 2. dag Nordea Masters
Það eru tveir sænskir kylfingar sem leiða á heimavelli á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni, Nordea Masters. Þetta eru þeir Jens Dantorp og Marcus Kinhult. Báðir hafa þeir spilað PGA Sweden National á nákvæmlega sama skorinu; samtals 9 undir pari, 135 höggum; Dantorp (67 68) og Kinhult (67 68). Þriðja sætinu deila Þjóðverjinn Maximilian Kiefer og enn annar Svíi Sebastian Söderberg, 2 höggum á eftir forystunni þ.e. á 7 undir pari, 137 höggum. Hæst rankaði keppandi mótsins, Svíinn Henrik Stenson, sem er í 4. sæti heimslistans og ætlaði að bæta árangur sinn í mótinu, en besti árangur hans er 5. sætið, er T-34 og hefir hann samtals spilað á 2 undir Lesa meira
Miklir yfirburðir Kristjáns Þórs á Smáþjóðaleikunum – á 64 höggum í dag!!!
Stigameistari GSÍ 2014, Kristján Þór Einarsson, GM hefir mikla yfirburði í einstaklingskeppninni á Smáþjóðaleikunum. Hann er langefstur, búinn að spila samtals á 12 undir pari (68 69 64). Í dag átti hann síðan stórglæsilegan hring upp á 7 undir pari, 64 högg og er þar með kominn með 9 högga forskot á næsta mann!!! Frábært!!! Íslensku strákarnir eru langefstir í liðkeppninni líka. Haraldur Franklín Magnús er í 3. sæti á 2 undir pari og Andri Þór Björnsson er T-4 á 2 yfir pari. Sjá má stöðuna eftir 3. dag á golfmótinu á Smáþjóðaleikunum með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Marinó Örn Ólafsson – 5. júní 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Marinó Örn Ólafsson. Marínó Örn fæddist í 5. júní 1996 er er því 19 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Katrín Baldvinsdóttir, 5. júní 1959 (56 ára); John Scott, 5. júní 1965 (50 ára stórafmæli!!!)Massimo Scarpa, 5. júní 1970 (45 ára) Dylan Fritelli (frá Suður-Afríku) 5. júní 1990 (25 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Áhangandi Fowler fer út í á til að ná í bolta frá goðinu!
Krakkar hreint og beint elska bandaríska kylfinginn Rickie Fowler. Einn lítill aðdáandi hans stökk barasta út í á, í Muirfield Village til þess að ná sér í bolta frá goðinu. Í meðfylgjandi myndskeiði af atvikinu segir þulurinn að Rickie muni líklegast gjarna árita boltann. Það er mikið sem áhangendur leggja á sig til þess að fá hluta af einhverju sem Rickie hefir snert eða gefur eins og t.d. „high five“, áritun á bolta eins og e.t.v. er í vændum fyrir þennan aðdáanda eða eiginhandaráritanir og þar fram eftir götunum. Hér má sjá myndskeið af því þegar aðdáandi Rickie fer út í á á eftir bolta Rickie SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Sandra Haynie og Sandra Post – 4. júní 2015
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir og þær heita báðar Sandra: Sandra Haynie, f. 4. júní 1943 í Fort Worth, Texas og Sandra Post, f. 4. júní 1948. Sandra Haynie á því 72 ára afmæli í dag og Sandra Post er 67 ára í dag. Sandra Haynie er gerðist atvinnumaður í golfi, 18 ára, árið 1961 og strax sama ár komst hún á LPGA. Þar á hún að baki 43 sigra, þ.á.m. í 3 risamótum kvennagolfsins. Sandra Post er ekki síður frábær kylfingur en nafna hennar Haynie. Hún er fyrsti kvenkylfingurinn frá Kanada til þess að spila á LPGA. Ein af fyrstu greinunum, sem skrifuð var á Golf 1 var um Söndru Lesa meira
Gríðarlegir yfirburðir hjá stelpunum okkar á Smáþjóðaleikunum
Íslenska kvennalandsliðið í golfi heldur sínu striki á Smáþjóðaleikunum en annar keppnisdagur af alls fjórum fór fram í dag. Leikið er á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur / Sjórinn og Áin. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er efst í kvennaflokknum á -4 samtals en hún lék á -1 í dag eða 71 höggi. Guðrún átti frábæran lokakafla þar sem hún fékk þrjá fugla í röð á síðustu þremur holunum. Guðrún er með sex högga forskot á Sophie Sandolo frá Mónakó sem er á +2 samtals en hún hefur leikið báða hringina á 73 höggum. Karen Guðnadóttir er í þriðja sæti á +6 (77-73) og Sunna Víðisdóttir er þar á eftir á +8 (74-78). Lesa meira
Birgir Leifur T-65 e. 1. dag
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf í dag leik á Swiss Challenge, en mótið fer fram í Lucerne, Sviss og er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur lék á 1 yfir pari, 72 höggum ; fékk glæsiörn, 1 fugl, 2 skolla og því miður líka 1 skramba. Sem stendur deilir Birgir Leifur 65. sætinu og er því yfir niðurskurðarlínu en þátttakendur í mótinu eru 156. Efstur eftir 1. dag eru Englendingarnir Jack Senior og Gary Boyd, en báðir hafa spilað á 5 undir pari, 66 höggum. Það er vonandi að Birgi Leif gangi sem allra best á morgun! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Swiss Challenge SMELLIÐ HÉR:
PGA: Tiger byrjar illa – 73 högg!
Tiger byrjar hræðilega illa á Memorial mótinu, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Hann kom í hús á 1 yfir pari, 73 höggum; en á hringnum leit lengi vel út að hann myndi aftur spila á 80 höggum en t.a.m. var hann á 40 höggum fyrri 9. Tiger byrjaði á 10. teig og átti skrautlegar fyrri 9; þar fékk hann 2 fugla en líka 4 skolla og 1 skramba! Honum gekk síðar skár á seinni 9 þ.e. holum 1-9 en þær spilaði hann á 3 undir pari 33 höggum og því samtals 73 höggum! Sem stendur er hann T-85 og á eflaust eftir að fara enn neðar á skortöflunni; Lesa meira
LPGA: Cheyenne efst e. 1. dag Manulife ásamt Kerr og Kongkraphan
Tiger er kannski að dala en frænka hans og fyrrum liðsfélagi Ólafíu okkar Þórunnar Kristinsdóttur í bandaríska háskólagolfinu í liði Wake Forest, Cheyenne Woods, er að gera það gott. Cheyenne átti frábært skor í dag á 1. degi Manulife LPGA Classic mótsins. Hún lék á 9 undir pari, 63 höggum og er í efsta sæti eftir 1. dag mótsins! Á hringnum fékk Cheyenne 1 örn, 8 fugla og 1 skolla. Tveimur öðrum tókst að jafna við Cheyenne þeim Cristie Kerr frá Bandaríkjunum og thailensku stúlkunni PK Kongkraphan sem báðar voru líka á 63 höggum og deila þær 3 því efsta sætinu eftir 1. dag. Margir af bestu kylfingum heims taka þátt í Lesa meira










