
Birgir Leifur keppir í Sviss
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf leik í dag kl. 11.45 að íslenskum tíma á móti á Áskorendamótaröðinni í Sviss. Mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu og er þetta fyrsta mótið á þessu ári sem Íslandsmeistarinn úr GKG kemst inn á. Birgir leikur einnig á Áskorendamótaröðinni í næstu viku á móti í Belgíu.
Fylgjast má með stöðunni í mótinu með því að SMELLA HÉR:
Birgir hefur leikið á nokkrum mótum á Nordea Ecco mótaröðinni á þessu tímabili en hann er með takmarkaðann keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni.
„Einu væntingar mínar fyrir þetta mót eru að hugarfarið og ákvarðanatakan verði í lagi. Og að ég slái eins mörg góð golfhögg og ég mögulega get í þessu móti. Þá verð ég sáttur,“ sagði Birgir Leifur í morgun við golf.is.
Það er að miklu að keppa á Áskorendamótaröðinni því með góðum árangri er hægt að opna glugga inn á sjálfa Evrópumótaröðina. Birgir Leifur er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur tryggt sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en það gerði hann árið 2006.
Á síðasta ári fékk Birgir aðeins tækifæri á einu móti á Áskorendamótaröðinni en mótið í Sviss verður 98 mótið á ferlinu hjá Birgi á þessari mótaröð. Gera má ráð fyrir að hann fái tækifæri á um 10 mótum á þessu ári á mótaröðinni.
Á Evrópumótaröðinni hefur Birgir Leifur keppt á 58 mótum alls og er besti árangur hans 11. sætið á Opna ítalska meistaramótinu árið 2007.
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge