Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2015 | 12:15

GF: Midnight Sun Open 20. júní n.k.

Hið gríðarlega vinsæla mót Golfklúbbsins að Flúðum, Midnight Sun Open fer nú fram 20. júní n.k. eða eftir rúmar 2 vikur.

Ræst verður út á sama tíma, kl. 19.30 og leikið fram að miðnætti.
NÝTT! Leikfyrirkomulag er betri bolti.

Hægt er komast á síðu GSÍ til að skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR: 

Tveir leikmenn leika saman í betri bolta. Báðir leika sínum bolta á hverri holu eins og um hefðbundinn höggleik eða punktakeppni sé að ræða. Hins vegar er aðeins betra skorið á hverri holu skráð á skorkortið. Í þessu móti er verður leikinn höggleikur með forgjöf þar sem leikforgjöf kylfinga er lögð saman og deilt með 2. Hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28.
Leikreglur í Betri bolta
1. Leikið er með forgjöf, hún er lögð saman hjá tveimur kylfingum sem leika
saman og deilt í með tveim. Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum.
2. Tveir leikmenn leika saman í betri bolta og ráða leikmenn þeirri röð sem leika á í.
3. Báðir slá sínum bolta frá teig að holu eins og um hefðbundinn
höggleik eða punktakeppni sé að ræða.
4. Skráð er á skorkortið lægra skorið sem kylfingarnir fá á hverja leikna braut,
þaðan kemur heiti leiksins Betri bolti.
5. Líkt og Texas Scramble er þetta mjög vinsælt fyrirkomulag,
þar sem hjón, vinir og fleiri nýta tækifærið til að spila gott golf í góðum hópi.
6. Leikmenn skulu ávallt leika drengilega og sýna prúðmennsku við leik.

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ VAL Á RÁSTÍMUM ER EINGÖNGU TIL ÞESS ÆTLAÐ AÐ KYLFINGAR GETI RAÐAÐ SÉR SAMAN Í HOLL. RÆST VERÐUR ÚT Á SAMA TÍMA, KL. 19.30
Teiggjafir verða afhentar kylfingum áður en haldið er af stað og innifalið í verðinu er létt máltíð í mótslok. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin, alls 6 kylfingar. Nándarverðlaun á öllum par 3 holunum. Einnig fær það lið sem nær besta skori í mótinu (höggleikur án forgj.) sérstök verðlaun.
Verð pr. mann er aðeins 5.900 kr. – innifalið teiggjafir, mótsgjald og létt máltíð