Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2015 | 18:00

Strákarnir okkar efstir og m/11 högga forskot í hálfleik Smáþjóðaleikanna

Íslenska karlalandsliðið er með ellefu högga forskot í liðakeppninni þegar keppni er hálfnuð í golfkeppninni á Smáþjóðaleikunum.

Íslenska liðið raðar sér í þrjú efstu sætin í einstaklingskeppninni og skor þeirra er gott. Kristján Þór Einarsson er efstur á -5 samtals, Haraldur Franklín Magnús er þar næstur á -2 samtals og Andri Þór Björnsson deilir þriðja sætinu á pari vallar með Daniel Holland frá Möltu.

Kristján Þór lék á 69 höggum í dag eða -2 en hann fékk alls sex fugla en tapaði fjórum höggum.

Haraldur Franklín lék á einu höggi yfir pari vallar í dag eða 72 höggum en hann fékk þrjá fugla og fjóra skolla.

Andri Þór lék á 70 höggum eða -1 í dag en hann fékk alls fimm fugla en tapaði fjórum höggum.