PGA: DJ dró sig úr St. Jude Classic
Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson (DJ) dró sig úr St. Jude Classic eftir 9 holu leik. Ástæða þess að DJ, sem er nr. 7 á heimslistanum, dró sig úr mótinu eru veikindi hans. Hann hefir áður sigrað á St. Jude árið 2012. Ljóst var að eitthvað mikið gekk að DJ þar sem hann byrjaði á 3 skollum í röð á TPC Southwind. Afganginn af 9 holunum sem hann spilaði paraði hann, áður en hann dró sig úr mótinu. Það er vonandi að DJ verði búinn að ná sér þannig að hann geti verið með á Opna bandaríska á Chambers Bay í næstu viku!
Tiger ekki lengur hæstlaunaði kylfingur heims!
Burtséð frá því að Tiger er fráleitt besti kylfingur heims um þessar mundir þá er enn að fjara undan honum. Tiger hefir verið í efsta sæti Forbes listans yfir hæstlaunuðu íþróttamenn heims undanfarin 2 ár. En nú er Tiger hvorki hæstlaunaði íþróttamaður heims né hæstlaunaði kylfingurinn …. og það er alveg nýtt! Tiger er nú hruninn niður í 9. sætið á listanum – í efsta sæti trónir nú boxsnillingurinn Floyd Mayweather. En Tiger er líka fyrir neðan langtímakeppinaut sinn í golfinu Phil Mickelson, hvað laun snertir. Phil er í 8. sæti yfir best launuðu íþróttamenn heims og sá sem hæst nær af kylfingum heims á listanum. Það skýrist einkum af því Lesa meira
Shin efst e. 1. dag á PGA Championship risamóti kvenna
Það er Jenny Shin frá Suður- Kóreu, sem er efst á 2. risamóti ársins hjá konunum; KPMG Women´s PGA Championship. Shin lék 1. hring á 7 undir pari, 66 höggum. Fast á hæla Shin, í 2. sæti, er kanadíska golfsmástirnið Brooke Henderson á 6 undir pari. Þrjár deila 3. sætinu eftir 1. dag þær Charley Hull; Moriya Jutanugarn og Karrie Webb allar á 5 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag KPMG Women´s PGA Championship SMELLIÐ HÉR:
PGA: 3 leiða e. 1. dag St. Jude Classic
Það eru Brooks Koepka, Ryan Palmer og Greg Owen sem leiða e. 1. dag St. Jude Classic en mótið fer að venju fram á TPC Southwind, í Memphis, Tennessee. Þeir allir léku 1. hring á 6 undir pari, 64 höggum. Fjórir deila 4. sætinu, aðeins 1 höggi á eftir þ.e. á 5 undir pari, 65 höggum en þ.á.m. er Richard Sterne frá Suður-Afríku Til þess að sjá hápunkta 1. dags á St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Bourdy í forystu e. 1. dag
Það er Frakkinn Grégory Bourdy, sem leiðir eftir 1. dag Lyoness Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Mótið fer fram í Atzenbrugg í Austurríki í Diamond CC. Bourdy lék 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum; skilaði skollalausu skorkorti; fékk 7 glæsifugla og allt hitt pör! Sjá má hápunkta 1. dags með því að SMELLA HÉR: Annar hringurinn er þegar hafinn og má fylgjast með á skortöflu með því að SMELLA HÉR;
Reiðir kylfingar – Myndskeið
Golf er oft á tíðum heldur frústrerandi leikur. Það sem er æft skilar sér ekki á vellinum og metnaðarfullir kylfingar og jafnvel rólegustu menn fara hreinlega úr hjöruliðunum af pirringi stundum. Samt er leikurinn eilíf áskorun og jafnvel þó það sem sóttst er eftir takist aðeins einu sinni þá er það hvatning að halda áfram og áfram til þess að endurlifa augnablikið. En leikurinn getur samt sem áður vakið menn til reiði, aftur og aftur yfir óréttlæti heimsins að eitthvert tiltekið högg eða pútt hafi ekki tekist. Það sýnir meðfylgjandi myndskeið og jafnframt að þetta á við á öllum stigum golfs, jafnvel hjá þeim bestu SMELLIÐ HÉR:
LET Access: Góð byrjun hjá Ólafíu og Valdísi í Strasbourg!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni byrjuðu vel á fyrsta keppnisdeginum á Open Generali de Strasbourg sem fram fer í Frakklandi. Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu hjá atvinnukonum í golfi. Valdís, sem hefur tvívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum, lék á 70 höggum eða -2. Hún er í 16. – 20. sæti, þremur höggum á eftir efstu kylfingunum. Ólafía, sem fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli í fyrra, lék á pari vallar eða 72 höggum. Hún er í 28. – 38. sæti. Þetta er sjötta mótið sem þær Valdís og Ólafía taka þátt í á LET-Access mótaröðinni. Valdís er í 17. Lesa meira
Birgir Leifur -1 e. 1. dag í Belgíu
Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi karla, hóf leik í dag á Áskorendamóti sem fram fer í Belgíu. Birgir lék á einu höggi undir pari vallar eða 71 höggi. Hann er jafn í 31. – 48. sæti af alls 140 kylfingum. Birgir fékk þrjá fugla og tvo skolla á hringnum. Hann er sex höggum á eftir efsta manni. Birgir lék á Áskorendamótaröðinni í síðustu viku og var það fyrsta mót hans á þessu tímabili á þessari næst sterkustu mótaröð Evrópu. Til þess að fylgjast með KPMG Trophy á Golf de Piermont í Belgíu SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Ko byrjar vel á PGA Championship
Fugl-fugl í endinn hjá Lydiu Ko, nr. 1 á Rolex-heimslistanum sneri svona meðalbyrjun hjá henni í alveg ágætis hring á PGA Championship kvennamótinu í New York í dag. Ko hóf keppni á stöðugu 1 undir pari, 72 höggum og er T-31 í Westchester Country Club. Hún er aðeins 3 höggum á eftir þeirri sem er í forystu þessa stunndina, nýstirninu Brooke Henderson frá Kanada. Ko fékk 5 fugla og 4 skolla. Þetta var alls ekki hefðbundinn hringur hjá hinni 18 ára Ko; hún hitti aðeins 9 af 14 brautum og 12 af 18 flötum, en hún skramblaði vel og virkaði ánægð með tveggja-bolta pútterinn sinn nýja. Hún var með 28 pútt Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Rúnar Arnórsson – 11. júní 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Rúnar Arnórsson. Rúnar er fæddur 11. júní 1992 og á því 23 ára afmæli í dag!!! Rúnar er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og er í afrekshóp GSÍ. Hann spilar á Eimskipsmótaröðinni, líkt og systir hans Signý Arnórsdóttir og þau urðu bæði stigameistarar GSI 2013! Rúnar spilar í bandaríska háskólagolfinu med golfliði University of Minnesota S Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Rúnar með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Rúnar Arnórsson (23 ára!!! – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bruce Plummer, Lesa meira










