Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2015 | 21:00

LET Access: Góð byrjun hjá Ólafíu og Valdísi í Strasbourg!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni  byrjuðu vel á fyrsta keppnisdeginum á Open Generali de Strasbourg sem fram fer í Frakklandi.

Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu hjá atvinnukonum í golfi.

Valdís, sem hefur tvívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum, lék á 70 höggum eða -2.

Hún er í 16. – 20. sæti, þremur höggum á eftir efstu kylfingunum.

Ólafía, sem fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli í fyrra, lék á pari vallar eða 72 höggum. Hún er í 28. – 38. sæti.

Þetta er sjötta mótið sem þær Valdís og Ólafía taka þátt í á LET-Access mótaröðinni. Valdís er í 17. sæti á stigalistanum en Ólafía er í 20. sæti. Það er að miklu að keppa á þessari mótaröð því fimm stigahæstu kylfingarnir í lok keppnistímabilsins fá keppnisrétt á LET Evrópumótaröð kvenna.

Þrjár deila efsta sætinu eftir 1. dag heimakonan Lucie André, Emma Nilsson frá Svíþjóð og Sanna Nuutinen frá Finnlandi; allar á 5 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Open Generali de Strasbourg SMELLIÐ HÉR: