Dustin Johnson (DJ)
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2015 | 12:00

PGA: DJ dró sig úr St. Jude Classic

Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson (DJ) dró sig úr St. Jude Classic eftir 9 holu leik.

Ástæða þess að DJ, sem er nr. 7 á heimslistanum, dró sig úr mótinu eru veikindi hans.

Hann hefir áður sigrað á St. Jude árið 2012.

Ljóst var að eitthvað mikið gekk að DJ þar sem hann byrjaði á 3 skollum í röð á TPC Southwind.

Afganginn af 9 holunum sem hann spilaði paraði hann, áður en hann dró sig úr mótinu.

Það er vonandi að DJ verði búinn að ná sér þannig að hann geti verið með á Opna bandaríska á Chambers Bay í næstu viku!