Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2015 | 08:00

LET Access: Ólafía og Valdís hefja keppni í Frakklandi í dag!

Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL hefja keppni í Strasbourg, Frakklandi í dag. Mótið sem þær spila í heitir Open Generali de Strasbourg. Fylgjast má með gengi þeirra Ólafíu og Valdísar með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2015 | 18:00

Hvað segja sérfræðingarnir um Tiger?

Tiger Woods strögglaði s.l. helgi á Memorial móti Jack Nicklaus; hann komst að vísu í gegnum niðurskurð en átti versta hring ferils síns upp á 85 högg, þannig að golfáhangendur stóðu eftir opinmynntir og klóruðu sér í höfðinu í forundran. Tiger þessi 14 faldi risamótsmeistari með 4-faldan skolla?*!???  Hann „náði sér síðan á strik“ með 74 höggum lokahringinn og lauk keppni heilum 29 höggum á eftir sigurvegaranum Svíanum Lingmerth! Heildarskor Tiger 302 í Muirfield Village – þar sem hann hefir áður sigrað í 5 met skipti! – var einnig hæsta skor hans í 72 holu móti sem atvinnumaður. Hinn 39 ára Tiger hefir aðeins verið tvívegis meðal efstu 20 í s.l. 14 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Benedikt Lafleur og Sigurlaug Rún Jónsdóttir – 10. júní 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Benedikt Lafleur og Sigurlaug Rún Jónsdóttir. Kylfingarnir eiga báðir afmæli í dag Benedikt er  fædd 10. júní 1965 og á því 50 ára merkisafmæli í dag og Sigurlaug Rún er er 18 ára, fædd 10. júní 1997. Sigurlaug Rún hefir staðið sig sérlega vel á Íslandsbankamótaröðinni að undanförnu og sigraði m.a. Sigurlaug Rún Jónsdóttir (18 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Benedikt S. Lafleur (50 ára merkisafmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Daníel Einarsson, 10. júní 1959 GSG (56 ára)Ludviga Thomsen, 10. júní 1962 (53 árs); Sóley Erla Ingólfsdóttir, 10. júní 1972 (43 ára); Hee-Won Han, 10. júní 1978 (37 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2015 | 12:00

Eimskipsmótaröðin 2015 (3): Góð þátttaka í 3. mótinu

Góð þátttaka er á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem hefst á föstudaginn á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Alls eru 93 karlar skráðir og 27 konur sem er fjölmennasta mót tímabilsins á Eimskipsmótaröðinni. Símamótið er þriðja mót tímabilsins og verða leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum. Niðurskurður verður eftir annan hring en þá komast áfram 63 efstu úr karlaflokki og 21 efstu úr kvennaflokki. Ef keppendur eru jafnir í 63. sæti í karlaflokki eða 21. sæti í kvennaflokki þá skulu þeir báðir/allir halda áfram. Það er að miklu að keppa á Símamótinu þar sem að þetta er síðasta tækifærið fyrir keppendur að laga stöðu sína á stigalistanum fyrir Íslandsmótið í holukeppni sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2015 | 10:00

Nýtt golfpar

Þetta er bara eins og ævintýri – samband LPGA kylfingsins Brittany Lincicome og Dewald Gouws – þau segja að það hafi verið ást við fyrstu sýn. Brittany, sem nefnd er „Bam Bam“ af félögum sínum á LPGA vegna mikillar lengdar sinnar af teig – það lengsta 369 yarda þ.e. 337 metra kynntist Gouws sem er atvinnumaður í golfi frá Suður-Afríku einmitt í sleggjukeppni, þ.e. 2012 World Long Drive Championship í Nevada, þar sem Gouws var reyndar ekki að keppa en fór frá mótinu með eiginhandaráritun Lincicome á vöðvastæltum brjóstkassanum. Gouws er þekkt fyrir löng dræv sín og á m.a. dræv upp á 465 yarda, þ.e. 425 metra. Brittany og Dewald voru hrifin af hvort öðru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2015 | 20:40

Jessica Korda með fyndið myndskeið þar sem hún bíður í rigningu eftir kaddýnum sínum

Oft er sagt á ensku að kaddýar eigi að  „Show up, keep up and shut up.“  þ.e. mæta á svæðið, standa sig og þegja (lausleg þýðing og ekkert allt of góð). En ábyrgð kaddýa er alltaf að aukast. Nú virðast þeir líka þurfa að passa upp á bíllykla kylfinga sinna, þ.e. að bílum sem bestu kylfingarnir eins og Jessica Korda fá til umráða meðan þeir keppa á stórmótum (ens. courtesy cars). Núna í dag skyldi Kyle Bradley kaddý Jessicu Korda hana eftir í úrhellisrigningu á bílastæði Westchester Country Club undir tré, þar sem hún þurfti að bíða, og bíða og bíða ….. en hann var með lyklana að lánsbílnum hennar. Jessica Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2015 | 20:29

15 ára og náði á Opna bandaríska gegnum úrtökumót

Cole Hammer er e.t.v. nafn á kylfingi, sem vert er að leggja á minnið. Hann komst í gegnum úrtökumót fyrir Opna bandaríska risamótið, sem væri s.s. ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Hammer er 15 ÁRA!!! 15 ÁRA og farinn að spila meðal þeirra bestu – hann fær Jordan Spieth til að líta út eins og gamlingja! Hammer, sem er frá Houston, Texas er kominn í 156 kylfinga hópinn sem tíar upp í Chambers Bay. Hammer er búinn að gefa munnlegt loforð um að spila í golfliði University of Texas árið 2018 – en loforðið gaf hann fyrir 2 árum – svo mikið er spunnið í hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2015 | 20:00

Eimskipsmótaröðin 2015 (3): Staðan á stigalistanum fyrir Íslandsmótið í holukeppni

Símamótið á Eimskipsmótaröðinni sem fram fer um næstu helgi á Hlíðavelli í Mosfellsbæ er síðast mótið fyrir Íslandsmótið í holukeppni. Það er að miklu að keppa fyrir kylfinga að komast í hóp 32 efstu á stigalistanum en aðeins 32 stigahæstu kylfingarnir í karla – og kvennaflokki fá keppnisrétt á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Jaðarsvelli á Akureyri 19. – 21. júní. Stigalistinn fyrir Íslandsmótið í holukeppni er reiknaður út frá árangri kylfinga á mótum Eimskipsmótaraðarinnar frá því að Íslandsmótinu í holukeppni lauk á Hvaleyrarvelli í fyrra. Þar stóðu þau Kristján Þór Einarsson (GM) og Tinna Jóhannsdóttir (GK) uppi sem Íslandsmeistararar. Staðan á stigalistanum fyrir Íslandsmótið í holukeppni er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2015 | 19:00

GHG: Opna Hótel Selfoss kvennamótið 19. júní n.k. – Glæsileg verðlaun!

Á kvennafrídaginn þann 19. júní verður haldið nýtt og skemmtilegt mót á Gufudalsvelli, í Hveragerði. Opna Hótel Selfoss Kvennamótið verður punktamót með glæsilegum vinningum fyrir efstu þrjú sætin ásamt fullt af aukavinningum. Dregið verður úr skorkortum við lok móts og verða veittar teiggjafir við byrjun móts. Hægt er að komast inn á vef GSÍ til að skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR:  Vinningar eru frá Hótel Selfoss og Ölgerðinni Vinningaskrá 1. sæti Tveggja nátta smellur Innifalin er gisting í tvær nætur í tveggja manna herbergi, þríréttaður kvöldverður hússins annað kvöldið, morgunverður af hlaðborði á Riverside restaurant ásamt aðgang að heilsulind Riverside spa. Gjafabréfið gildir fyrir tvo. Ein Lesa meira