Ótrúlegt pútt Bubba Watson
Bandaríski kylfingurinn Bubba Watson er að lesa flatirnar á Chambers Bay rétt ef marka má meðfylgjandi myndskeið. Þar má sjá alveg ótrúlegt pútt Bubba SMELLIÐ HÉR:
Eimskipsmótaröðin 2015 (3): Guðrún Brá efst m/ 3 högga forskot e. 2. dag
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék á 77 höggum eða +5 á öðrum keppnisdeginum á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í dag. Guðrún Brá er efst á +6 samtals (73-77) og er hún með þriggja högga forskot fyrir lokahringinn á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er önnur á +9 (75-78). Berglind Björnsdóttir úr GR og Ólöf María Einarsdóttir úr GHD eru jafnar í þriðja sæti á +11. Berglind lék á 75 höggum í dag og Ólöf María á 79 höggum. Aðstæður voru nokkuð erfiðar á Hlíðavelli í dag – sterkur vindur, sól og þurrt. Staðan í kvennaflokknum fyrir lokahringinn er þessi: 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 150 högg (73-77) +6 Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2015 (3): Símamótið – Hlíðavelli 12. júní 2015 – Myndasería
Champions: Langer efstur í hálfleik Players mótsins
Bernhard Langer frá Þýskalandi er efstur í hálfleik á Constellation Senior Players Championship, sem fram fer í Belmont CC í MA. Jesper Parnevik, sem er alveg nýbúinn að öðlast rétt til þess að spila á Champions PGA öldungamótaröðinni bandarísku sagði eftirfarandi í viðtali sem tekið var við hann eftir hringinn föstudagsmorgun: „Þetta er mjög svo Bernhard Langer-týpu golfvöllur.“ Og Parnevik hefir rétt fyrir sér því Langer er eins og að framan greinir efstur eftir tvo glæsihringi upp á 65 högg. Langer sagði að þetta hefði verið: „stresslaus skollalaus hringur (á föstudaginn),“ og það kom honum í forystu. Langer sagði ennfremur „Einhver sagði þetta er ansi leiðinlegt: 65 65,“ en Langer Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Særós Eva Óskarsdóttir – 13. júní 2015
Það er Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, sem er afmæliskylfingur dagsins. Særós Eva er fædd 13. júní 1995 og því 20 ára stórafmæli í dag. Særós Eva er í afrekskylfingahóp GSÍ og spilar á Eimskipsmótaröðinni, er m.a. með í Símamótinu í Mosó, sem fram fer 12.-14. júní 2015. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Særós Eva Óskarsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ben Arda f. 13. júní 1929–d. 20. desember 2006; Richard McEvoy, 13. júní 1979 (36 ára); In Kyung Kim 13. júní 1988 (27 ára) ….. og … Gudfinnur Lesa meira
PGA: Koepka leiðir í hálfleik St. Jude Classic
Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka leiðir enn á St. Jude Classic mótinu í hálfleik. Hann er samtals búinn að spila á 9 undir pari, 131 höggi (64 67). Í 2. sæti fast á hæla honum er Austin Cook aðeins 1 höggi á eftir og enn öðru höggi á eftir í 3. sæti er Ástralinn Steven Alker. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð er Davis Love III, Ryder Cup fyrirliði Bandaríkjamanna á næsta ári! Sjá má stöðuna í hálfleik á St. Jude Classic með því að SMELLA HÉR:
Eimskipsmótaröðin 2015 (3): Fimm í efsta sæti í karlaflokk e. 1. dag
Það er gríðarlega jöfn keppni í karlaflokknum að loknum fyrsta keppnisdegi af alls þremur á Símamótinu sem hófst í dag á Hlíðavelli. Fimm kylfingar deila efsta sætinu á einu höggi undir pari vallar og þar á eftir koma níu kylfingar sem eru einu og tveimur höggum á eftir efstu mönnum. Eggert Kristján Kristmundsson (GR), Theodór Emil Karlsson (GM), Örlygur Helgi Grímsson (GV), Kristján Þór Einarsson (GM) og Hlynur Geir Hjartarson (GOS) eru allir á -1 eða 71 höggi. Þar á eftir á pari vallar eru Heiðar Davíð Bragason (GHD) og Axel Fannar Elvarsson úr GL. Ingvar Andri Magnússon (GR), Dagur Ebenezersson (GM), Sigurþór Jónsson (GK), Guðjón Henning Hilmarsson (GKG), Axel Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2015 (3): Guðrún Brá með 3 högga forskot e. 1. dag Símamótsins
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er efst í kvennaflokki að loknum fyrsta keppnisdeginum á Símamótinu í golfi sem fram fer á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Guðrún Brá lék á einu höggi yfir pari vallar eða 73 höggum. Hún er með fjögurra högga forskot á Ólöfu Maríu Einarsdóttur úr GHD sem lék á 76 höggum. Þar á eftir koma þær Helga Kristín Einarsdóttir úr NK og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR og deila 3. sæti á 78 höggum, hvor. Alls eru 26 keppendur í kvennaflokknum og 21 þeirra kemst áfram á lokahringinn á sunnudaginn. Þetta er þriðja mót keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni. Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði á Egils-Gull mótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Lesa meira
LET Access: Ólafía áfram!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL taka þá í Open Generali de Strasbourg móti á LET Access mótaröðinni. Í dag komst Valdís Þóra ekki í gegnum niðurskurð en það gerði Ólafía Þórunn hins vegar; er í 28. sæti fyrir lokahringinn á samtals 145 höggum (72 73). Valdís Þóra átti afleitan hring eftir góða byrjun og var á samtals 3 yfir pari; 147 höggum (70 77) en aðeins 1 höggi munaði að hún næði niðurskurði. Hún spilar því ekki lokahringinn á morgun. Sænski kylfingurinn Sanna Nuutinen er í efsta sæti á samtals 7 undir pari (67 70). Til þess að sjá stöðuna á Open Generali de Strasbourg SMELLIÐ HÉR: Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurpáll Geir Sveinsson – 12. júní 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Sigurpáll Geir Sveinsson. Sigurpáll Geir er fæddur 12. júní 1975 og á því 40 ára merkisafmæli í dag. Sigurpáll er þekktastur í dag, fyrir að vera golfkennari, sem m.a. sér um allt afreksstarfhjá Golfklúbbí Mosfellsbæjar. Sigurpáll byrjaði í golfi árið 1989, þá 14 ára. Hann var í íslenska landsliðinu í golfi á árunum 1992-2003, en á þeim árum var hann í Golfklúbbi Akureyrar. Sigurpáll varð m.a. þrívegis Íslandsmeistari karla (1994, 1998 og 2002) og þrisvar sinnum í sveitakeppni. Árið 2003 gerðist Sigurpáll atvinnumaður. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Sigurpáll Sveinsson (40 ára stórafmæli – Lesa meira









