Tiger Woods
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2015 | 10:05

Tiger ekki lengur hæstlaunaði kylfingur heims!

Burtséð frá því að Tiger er fráleitt besti kylfingur heims um þessar mundir þá er enn að fjara undan honum.

Tiger hefir verið í efsta sæti Forbes listans yfir hæstlaunuðu íþróttamenn heims undanfarin 2 ár.

En nú er Tiger hvorki hæstlaunaði íþróttamaður heims né hæstlaunaði kylfingurinn …. og það er alveg nýtt!

Tiger er nú hruninn niður í 9. sætið á listanum – í efsta sæti trónir nú boxsnillingurinn Floyd Mayweather.

En Tiger er líka fyrir neðan langtímakeppinaut sinn í golfinu Phil Mickelson, hvað laun snertir.  Phil er í 8. sæti yfir best launuðu íþróttamenn heims og sá sem hæst nær af kylfingum heims á listanum.

Það skýrist einkum af því að Phil vann sér inn $ 2,8 milljónir í verðlaunafé árið 2014 þ.e. á síðasta ári meðan Tiger var aðeins með $ 0,6 milljónir.

Rory McIlroy er fyrir utan tvo fyrsttöldu eini kylfingurinn sem kemst á topp-100 listann yfir best launuðu íþróttamenn heims – hann er í 12. sæti.

Sjá má Forbes listann með því að SMELLA HÉR: