Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2015 | 10:00

Shin efst e. 1. dag á PGA Championship risamóti kvenna

Það er Jenny Shin frá Suður- Kóreu, sem er efst á 2. risamóti ársins hjá konunum; KPMG Women´s PGA Championship.

Shin lék 1. hring á 7 undir pari, 66 höggum.

Fast á hæla Shin, í 2. sæti, er kanadíska golfsmástirnið Brooke Henderson á 6 undir pari.

Þrjár deila 3. sætinu eftir 1. dag þær Charley Hull; Moriya Jutanugarn og Karrie Webb allar á 5 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag  KPMG Women´s PGA Championship SMELLIÐ HÉR: