Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2015 | 07:45

Reiðir kylfingar – Myndskeið

Golf er oft á tíðum heldur frústrerandi leikur.

Það sem er æft skilar sér ekki á vellinum og metnaðarfullir kylfingar og jafnvel rólegustu menn fara hreinlega úr hjöruliðunum af pirringi stundum.

Samt er leikurinn eilíf áskorun og jafnvel þó það sem sóttst er eftir takist aðeins einu sinni þá er það hvatning að halda áfram og áfram til þess að endurlifa augnablikið.

En leikurinn getur samt sem áður vakið menn til reiði, aftur og aftur yfir óréttlæti heimsins að eitthvert tiltekið högg eða pútt hafi ekki tekist.

Það sýnir meðfylgjandi myndskeið og jafnframt að þetta á við á öllum stigum golfs, jafnvel hjá þeim bestu SMELLIÐ HÉR: