Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2015 | 20:15

Birgir Leifur -1 e. 1. dag í Belgíu

Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi karla, hóf leik í dag á Áskorendamóti sem fram fer í Belgíu.

Birgir lék á einu höggi undir pari vallar eða 71 höggi.

Hann er jafn í 31. – 48. sæti af alls 140 kylfingum.

Birgir fékk þrjá fugla og tvo skolla á hringnum. Hann er sex höggum á eftir efsta manni.

Birgir lék á Áskorendamótaröðinni í síðustu viku og var það fyrsta mót hans á þessu tímabili á þessari næst sterkustu mótaröð Evrópu.

Til þess að fylgjast með KPMG Trophy á Golf de Piermont í Belgíu SMELLIÐ HÉR: