Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2015 | 20:00

LPGA: Ko byrjar vel á PGA Championship

Fugl-fugl í endinn hjá Lydiu Ko, nr. 1 á Rolex-heimslistanum sneri svona meðalbyrjun hjá henni í alveg ágætis hring á PGA Championship kvennamótinu í New York í dag.

Ko hóf keppni á stöðugu 1 undir pari, 72 höggum og er T-31 í  Westchester Country Club.

Hún er aðeins 3 höggum á eftir þeirri sem er í forystu þessa stunndina, nýstirninu Brooke Henderson frá Kanada.

Ko fékk 5 fugla og 4 skolla.

Þetta var alls ekki hefðbundinn hringur hjá hinni 18 ára Ko; hún hitti aðeins 9 af 14 brautum og 12 af 18 flötum, en hún skramblaði vel og virkaði ánægð með tveggja-bolta pútterinn sinn nýja.  Hún var með 28 pútt á hringnum, sem er bæting frá fyrri skorum hennar.

Ko yrði sú yngsta til að sigra á risamóti ef það tækist á sunnudaginn eða ef hún ynni bara eitthvað af þeim 3 risamótum sem eftir eru á árinu af risamótum kvenkylfinganna. – Opna bandaríska, Opna breska og Evian Championship.

Til þess að fylgjast með stöðunni á KPMG Women´s PGA Championship SMELLIÐ HÉR: