Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Arnar Garðarsson – 26. febrúar 2023
Það er Sigurður Arnar Garðarsson, GKG sem er afmæliskylfingur dagsins. Sigurður Arnar er fæddur 26. febrúar 2002 og á því 21 árs stórafmæli í dag! Sigurður Arnar byrjaði að spila golf 2 ára gamall og má sjá skemmtilegt viðtal, sem blaðamaður Mbl. tók við afmæliskylfinginn fyrir 14 árum SMELLIÐ HÉR Sigurður Arnar kom sér niður í 13,5 í forgjöf aðeins 10 ára!!! Sumarið 2012 (10 ára) varð hann m.a. klúbbmeistari GKG í aldursflokknum 12 ára og yngri. Sumarið 2012 tók Sigurður Arnar þátt í Unglingamótaröð Arion banka og spilaði þar í strákaflokki (14 ára og yngri) gegn strákum sem voru oft á tíðum 4 árum eldri en hann. Engu að Lesa meira
Viðtal við Guðmund Ágúst á vefsíðu DP World Tour
Í hálfleik á Hero India Open, þegar Guðmundur Ágúst Kristjánsson var T-2 í mótinu, gaf hann viðtal, sem birtist á vefsíðu DP World Tour (þ.e. vefsíðu Evrópumótaraðar karla). Þar segist hann m.a. vera ánægður með lífið á Evróputúrnum og það sé meira „nice“ en á Áskorendamótaröðinni. Sjá má viðtalið við Guðmund Ágúst með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Lilia Vu sigraði á Honda LPGA Thailand
Það var hin bandaríska Lilia Vu sem sigraði á Honda LPGA Thailand. Sigurskor Vu var 22 undir pari, 266 högg (67 65 64 71). Í 2. sæti varð heimakonan Natthakritta Vongtaveelap 1 höggi á eftir (21 undir pari) og í 3. sæti enn ein thaílensk, Atthaya Thitikul, á samtals 20 undir pari. Fjórða sætinu deildu síðan hin sænska Maja Stark og Solheim Cup kylfingurinn Celine Boutier, á samtals 17 undir pari, hvor. Nelly Korda, Lydia Ko, Jin Young Ko og Leona Maguire voru í 4 kylfinga hópi sem deildi 6. sætinu. Sjá má lokastöðuna á Honda LPGA Thailand að öðru leyti með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: „The other „man bun““ sigraði á Indlandi!!!
Í lýsingu Viaplay á 3. hring Hero India Open golfmótsins sagði sá sem lýsti keppninni, þegar sjónvarpsvélar fóru af þýska kylfingnum Marcel Siem og yfir á Guðmund Ágúst Kristjánsson: „from one man bun to another..“ Báðir kylfingar eru með hár sitt í tagli og fest saman í einskonar snúð (ens.: bun). Það var sem sagt hinn „snúðurinn“ sem sigraði Hero India Open: „sigursnúðurinn“ þennan sunnudag er Marcel Siem. Sigurskor hans var 14 undir pari, 274 högg (69 70 67 68). Marcel Siem er fæddur 15. júlí 1980 og því 42 ára. Þetta er 5. sigur Siem á Evróputúrnum og sá fyrsti frá árinu 2014. Landi hans, Paul Yannik, sem búinn var Lesa meira
Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst hefir lokið keppni á Indlandi
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnumaður í GKG, hefir lokið keppni á Hero India Open. Mótið fór fram á DLF G&CC, í Nýju-Delhi, Indlandi, dagana 23.-26. febrúar og lauk í dag. Guðmundur Ágúst lék 4. og síðasta hring sinn á versta skori sínu í mótinu, 78 höggum, en á þeim hring fékk hann aðeins 1 fugl og síðan 5 skolla og 1 tvöfaldan skolla. Samtals spilaði Guðmundur Ágúst á 6 yfir pari, 293 höggum (69 71 77 78). Eftir frábæra byrjun í mótinu þar sem Guðmundur Ágúst var fyrst T-4 og síðan T-2 eru úrslitin, T-48 vonbrigði. Hörð keppni er nú meðal Þjóðverjanna Paul Yannik, sem búinn er að vera í forystu allt Lesa meira
Hvaða ungu kylfingum (u. 23 ára) ætti að veita athygli 2023? Akshay Bhatia (7/10)
Akshay Bhatia fæddist 31. janúar 2002 í Northridge, Los Angeles, Kaliforníu og er því nýorðinn 21 árs. Hann er 1,85 m á hæð en aðeins 59 kg. Hann er í Wake Forest sama háskóla og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir var í á sínum tíma. Hann hefir þó aldrei spilað í háskólagolfinu, því Bhatia var orðinn atvinnumaður í golfi 17 ára. Bhatia var á tímabili efstur á stigalista Korn Ferry Tour 2022, en þegar kortin 25 á PGA Tour voru úthlutuð var hann kominn niður í 30. sætið. Eftir að hafa sigrað 1 sinni á Korn Ferry komst hann ekki í gegnum niðurskurð í helmingi þeirra móta sem hann tók þátt Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (8/2023)
Hér má sjá 2 ára gamla samantekt af einhverjum skemmtilegustu augnablikunum á PGA Tour. Til að sjá SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst T-28 e. 3. dag á Indland!
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék 3. hring á móti vikunnar á Evróputúrnum, í morgun. Mótið stendur 23.-26. febrúar 2023 og lýkur því á morgun. Guðmundur Ágúst spilar alla 4 hringina. Hann er búinn að spila fyrstu 3 hringina á samtals pari, 216 höggum (68 71 77) og er T-28, sem stendur, sem væri frábær árangur, ef honum tækist að halda í hann á morgun … eða jafnvel bæta sig aðeins!!! Í 28. sætinu með Guðmundi Ágúst eru m.a. þekktu indversku kylfingarnir og „heimamennirnir“ Shubhankar Sharma og Gaganjeet Bhullar. Maðurinn sem allir er á hælunum á „Páfuglavellinum“ í Delhi er Þjóðverjinn Paul Yannik, en hann er nú búinn að spila Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Tony Lema ——— 25. febrúar 2023
Það er Tony Lema, sem er afmæliskylfingur dagsins. Anthony David „Tony“ Lema fæddist í Oakland, Kaliforníu 25. febrúar 1934 og dó 24. júlí 1966 í tragísku flugslysi, aðeins 32 ára. Tony hefði átt 89 ára afmæli í dag! Tony var af portúgölsku bergi brotinn og missti föður sinn aðeins 3 ára gamall. Mamma hans ól hann og 3 systkini hans upp við bág kjör, en Tony lærði golf á Lake Chabot golfvellinum, sem barn og bar fljótt af. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 21 árs (árið 1955). Á stuttum en glæsilegum ferli sínum vann hann 19 sinnum þar af 12 sinnum á PGA Tour. Þekktastur er Tony Lema e.t.v. fyrir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Zach Johnson —— 24. febrúar 2023
Afmæliskylfingur dagsins er Zach Johnson. Johnson er fæddur 24. febrúar 1976 og á því 47 ára afmæli í dag. Zach Johnson er e.t.v. frægastur fyrir að hafa sigrað á the Masters 2007, en að öðru leyti á hann 12 sigra í beltinu á PGA Tour, þ.á.m. sigraði hann á fyrsta PGA Tour móti ársins 2014: Tournament of Champions, í Hawaii. Zach er m.a. með samning við landbúnaðarvélaframleiðandann John Deere. Zach er kvæntur Kim Barclay og á með henni synina Wyatt og Will. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jim Ferrier, 24. febrúar 1915- 13. júní 1986; Victoría Tanco, 24. febrúar 1994 (29 ára) …. og …. Golf Lesa meira









