
Hvaða ungu kylfingum (u. 23 ára) ætti að veita athygli 2023? Akshay Bhatia (7/10)
Akshay Bhatia fæddist 31. janúar 2002 í Northridge, Los Angeles, Kaliforníu og er því nýorðinn 21 árs.
Hann er 1,85 m á hæð en aðeins 59 kg.
Hann er í Wake Forest sama háskóla og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir var í á sínum tíma. Hann hefir þó aldrei spilað í háskólagolfinu, því Bhatia var orðinn atvinnumaður í golfi 17 ára.
Bhatia var á tímabili efstur á stigalista Korn Ferry Tour 2022, en þegar kortin 25 á PGA Tour voru úthlutuð var hann kominn niður í 30. sætið. Eftir að hafa sigrað 1 sinni á Korn Ferry komst hann ekki í gegnum niðurskurð í helmingi þeirra móta sem hann tók þátt í á reglulega tímabiliinu og var ekki meðal efstu 10. Í Korn Ferry Finals (4móta mótaröð) komst hann ekki í gegnum niðurskurð í 3 skipti og missti því af tækifærinu af korti sínu og þar með föstum þátttökurétti á PGA Tour 2023.

Akshay Bhatia eftir að hann sigraði á 1. Korn Ferry Tour mótinu sem hann tók þátt í – The Bahamas Great Exuma Classic í janúar 2022
Bhatia er kannski nýorðinn 21 árs en hann er nú þegar sjóaður í öldudal þess að vera atvinnukylfingur. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 17 ára, stuttu eftir að hann varð sá yngsti til að vera valinn í Walker Cup lið Bandaríkjanna. Hann var AJGA kylfingur ársns, var nr. 1 ungkylfingur heims og í 4. sæti á heimslista áhugakylfinga. Hann vann Jones Cup árið 2019 og er fyrsti kylfingurinn til þess að sigra á Junior PGA tvö ár í röð.
Samandregið eru sigrar Bhatia sem áhugamanns eru eftirfarandi:
2016 AJGA – CJGT Junior at Yorba Linda, IZOD AJGA Championship
2017 Davis Love III Junior Open, Junior PGA Championship, AJGA Junior at Ford’s Colony
2018 Junior Invitational at Sage Valley, Polo Golf Junior Classic, Boy’s Junior PGA Championship, Rolex Tournament of Champions
2019 Jones Cup Invitational, Dustin Johnson World Junior Championship

Presleigh og Akshay eftir fyrsta Korn Ferry Tour sigurinn þegar allt leit svo vel út um að Bhatia myndi strax komast á PGA Tour
Bhatia gerðist atvinnumaður í golfi eftir Walker Cup 2019. Hann náði ekki að komast í gegnum niðurskurð í PGA Tour móti fyrr en næstum því ári eftir hann spilaði í fyrsta móti sínu sem atvinnumaður, en fyrsta mótið hans sem atvinnumanns var Sanderson Farms meistaramótið. En þegar hann náði í gegn varð hann T-9 en það var í Fortinet Championship árið 2020. Hann var þá enn 18 ára, sem gerði hann að yngsta kylfingi til þess að vera meðal efstu 10 í höggleikkeppni á PGA Tour frá því að Justin Rose varð í 4. sæti árið 1998 á Opna breska.
„Fyrsta árið eftir að ég gerðist atvinnumaður er versta árið mitt í golfi,“ sagði Bhatia. „Ég átti í vandræðum með andlegu hliðina. Ég komst aldrei í gegnum niðurskurð. Ég var með fullt a fólki sem bjóst við að ég spilaði vel en það gerðist ekki. En þegar Covid kom, þá áttu allir erfitt, en það var mér blessun, því ég gat hallað mér aftur, talað við þjálfara minn og gert mér grein fyrir hvar ég væri staddur í lífi mínu.“
Í lok árs 2022 átti Bhatia stöðugustu tvær vikur sínar á PGA Tour, sem fékk hann til að endurheimta sjálfs- traust sitt og snúa aftur á Korn Ferry Tour. Hann var T-17 á Butterfield Bermuda Championship á PGA Tour áður en hann náði hring upp á 62 í mánudagsúrtökumóti fyrirThe RSM Classic. Hann náði niðurskurði eftir annan hring uppá 63 högg og lauk keppni T-45.
„Ég hef bara verið að klífa upp fjallið hægt og hægt,“ sagði Bhatia.
Alls hefir Bhatia sigrað í 4 atvinnumannsmótum að svo komnu máli:
1) 5. ágúst 2020, sigraði Bhatia á ST 11 @ Old South Golf, sem var mót á The Swing Thought Tour. Hann átti 3 högg á næsta mann.
2)Þann 25. febrúar 2021, vann Bhatia öðru sinni á Swing Thought Tour móti ST 12 @ Brunswick,nú í bráðabana.
3)Loks sigraði Bhatia The 2021 Biggs Classic, sem er mót á GProTour.
Í juní 2021, komst Bhatia á Opna bandaríska, sem þá var haldið á Torrey Pines. Hann komst í gegnum niðurskurð og varð T-57, í fyrsta risamótinu sem hann tók þátt í.
4) Í janúar 2022, sigraði Bhatia, s.s. greinir hér að framan í The Bahamas Great Exuma Classic á the Korn Ferry Tour. Þetta var fyrsta mótið sem hann tók þátt í á Korn Ferry Tour.

Kærasta Akshay Bhatia
Bhatia kynntist kærustu sinni Presleigh Schultz á samfélagsmiðlum, þegar hann sendi henni persónuleg skilaboð. Hún er stundum á pokanum hjá honum.
Akshay Bhatia er af indverskum uppruna og klárlega mikill framtíðarmaður, sem gaman verður að fylgjast með.
Í aðalmyndaglugga: Akshay Bhatia og kærasta hans Presleigh.
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open
- mars. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Arnarson –—- 15. mars 2023
- mars. 14. 2023 | 23:59 Bandaríska háskólagolfið: Gott gengi Sverris á vorönn ´23 m/ Appalachian!!!!
- mars. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Anna Toher ——–– 14. mars 2023