Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2023 | 17:00

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst T-28 e. 3. dag á Indland!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék 3. hring á móti vikunnar á Evróputúrnum, í morgun.

Mótið stendur 23.-26. febrúar 2023 og lýkur því á morgun. Guðmundur Ágúst spilar alla 4 hringina.

Hann er búinn að spila fyrstu 3 hringina á samtals pari, 216 höggum (68 71 77) og er T-28, sem stendur, sem væri frábær árangur, ef honum tækist að halda í hann á morgun … eða jafnvel bæta sig aðeins!!!

Í 28. sætinu með Guðmundi Ágúst eru m.a. þekktu indversku kylfingarnir og „heimamennirnir“ Shubhankar Sharma og Gaganjeet Bhullar.

Maðurinn sem allir er á hælunum á „Páfuglavellinum“ í Delhi er Þjóðverjinn Paul Yannik, en hann er nú búinn að spila á samtals 11 undir pari, 205 höggum (65 69 71). Í 2. sæti er landi Yannik, Marcel Siem, aðeins 1 höggi á eftir og baneitraður og til alls vís á morgun. Hinn hollenski Joost Luiten er síðan í 3. sæti á samtals 8 undir pari.  Líklegast er að einn þessara þriggja standi uppi sem sigurvegari í mótinu.

Fjórða sætinu á samtals 5 undir pari, hver deila síðan Thorbjörn Olesen frá Danmörku, heimamaðurinn Veer Ahlawat og hinn spænski Jorge Campillo.

Geysispennandi golfsunnudagur framundan!!!

Sjá má stöðuna á Hero Indian Open með því að SMELLLA HÉR: