Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Zach Johnson —— 24. febrúar 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Zach Johnson. Johnson er fæddur 24. febrúar 1976 og á því 47 ára afmæli í dag.

Zach Johnson er e.t.v. frægastur fyrir að hafa sigrað á the Masters 2007, en að öðru leyti á hann 12 sigra í beltinu á PGA Tour, þ.á.m. sigraði hann á fyrsta PGA Tour móti ársins 2014: Tournament of Champions, í Hawaii. Zach er m.a. með samning við landbúnaðarvélaframleiðandann John Deere.

Zach er kvæntur Kim Barclay og á með henni synina Wyatt og Will.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jim Ferrier, 24. febrúar 1915- 13. júní 1986; Victoría Tanco, 24. febrúar 1994 (29 ára) …. og ….

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is