
Afmæliskylfingur dagsins: Tony Lema ——— 25. febrúar 2023
Það er Tony Lema, sem er afmæliskylfingur dagsins. Anthony David „Tony“ Lema fæddist í Oakland, Kaliforníu 25. febrúar 1934 og dó 24. júlí 1966 í tragísku flugslysi, aðeins 32 ára. Tony hefði átt 89 ára afmæli í dag!

Tony Lema
Tony var af portúgölsku bergi brotinn og missti föður sinn aðeins 3 ára gamall. Mamma hans ól hann og 3 systkini hans upp við bág kjör, en Tony lærði golf á Lake Chabot golfvellinum, sem barn og bar fljótt af. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 21 árs (árið 1955). Á stuttum en glæsilegum ferli sínum vann hann 19 sinnum þar af 12 sinnum á PGA Tour. Þekktastur er Tony Lema e.t.v. fyrir að sigra Opna breska 1964.

Tony og Betty Lema að fá sér uppáhaldsdrykk Tony – kampavín!
Árið 1966, aðeins 32 ára, þegar hann var á leið af PGA Championship risamótinu, sem fram fór í Firestone Country Club í Akron, Ohio, ásamt eiginkonu sinni Betty, á golfsýningu á Little Buick Open í Lincolnshire, Illinois, suður af Chicago þá varð flugvélin olíulaus og hrapaði á 7. flöt Lansing Country Club í Lansing, Illinois, sem var rétt hjá áætlunarstað Lema. Meðan vélin hrapaði tókst flugmanninum að stýra flugvélinni til vinstri og bjargaði hann þar með lífi hóps af fólki sem stóð við klúbbhúsið. Auk Lema-hjónanna dóu tveir aðrir í flugslysinu: Dr. George Bard og Doris Mullen. Bard og eiginmaður Mullen, Wylie, áttu slysaflugvélina.

Slysavélin í Lansing þar sem Tony og Betty Lema dóu á 7. flöt.
Tony Lema og eiginkona hans voru jörðuð í Holy Sepulchre kirkjugarðinum í Hayward, Kaliforníu.
Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Bergsveinn Símonarson, 25. febrúar 1945 (78 ára); Juan Quiros, 25. febrúar 1956 (67 ára); Nanna Guðrún Marinósdóttir, 25. febrúar 1962 (61 árs); Tyrfingur Þórarinsson, 25. febrúar 1970 (51 árs); Gunnar Björn Guðmundsson, GMS, 25. febrúar 1986 (37 ára); Josefine Sundh, 25. febrúar 1988 (35 ára); Matthew Baldwin, 25. febrúar 1986 (37 ára); og Xi Yu Lin, 25. febrúar 1996 (27 ára) … og …
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023