
Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst hefir lokið keppni á Indlandi
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnumaður í GKG, hefir lokið keppni á Hero India Open.
Mótið fór fram á DLF G&CC, í Nýju-Delhi, Indlandi, dagana 23.-26. febrúar og lauk í dag.
Guðmundur Ágúst lék 4. og síðasta hring sinn á versta skori sínu í mótinu, 78 höggum, en á þeim hring fékk hann aðeins 1 fugl og síðan 5 skolla og 1 tvöfaldan skolla.
Samtals spilaði Guðmundur Ágúst á 6 yfir pari, 293 höggum (69 71 77 78).
Eftir frábæra byrjun í mótinu þar sem Guðmundur Ágúst var fyrst T-4 og síðan T-2 eru úrslitin, T-48 vonbrigði.
Hörð keppni er nú meðal Þjóðverjanna Paul Yannik, sem búinn er að vera í forystu allt mótið og Marcel Siem, um sigur í mótinu. Þess mætti geta að á 2. degi var Guðmundur Ágúst T-2 ásamt Marcel Siem og hefði verið gaman að sjá hann í stað Siem, berjast um sigurinn. Það kemur eflaust að því fyrr en síðar!!! Bara að koma sér nógu oft í efstu sætin til þess að fá tilfinningu fyrir þeim og taka síðan sigurinn einhverju sinni!!! Bara tíma- spursmál með Guðmund Ágúst.
Guðmundur Ágúst hefir nú í þrígang tekist að komast gegnum niðurskurð á Evrópumótaröðinni og vonandi að framhald verði á því í Kenya. Næsta mót á Evróputúrnum er Magical Kenya Open, sem fram fer 9.-12. mars n.k. Guðmundur Ágúst er meðal þátttakenda. Hann mun samt, fyrst um sinn, fara í örstutt frí hér á landi, milli móta.
Sjá má lokastöðuna á Hero India Open með því að SMELLA HÉR:
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open
- mars. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Arnarson –—- 15. mars 2023
- mars. 14. 2023 | 23:59 Bandaríska háskólagolfið: Gott gengi Sverris á vorönn ´23 m/ Appalachian!!!!
- mars. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Anna Toher ——–– 14. mars 2023