PGA: Chris Kirk sigraði e. bráðabana á Honda Classic
Það var Chris Kirk, sem stóð uppi sem sigurvegari á The Honda Classic móti sl. viku á PGA Tour. Mótið fór fram í Palm Beach Gardens, Flórída, dagana 23.-26. febrúar 2023. Eftir hefðbundinn 72 holu höggleik voru þeir Chris Kirk og Eric Cole efstir og jafnir; báðir búnir að spila á samtals 14 undir pari. Það varð því að koma til bráðabana og var par-5 18. braut The Champion vallar á PGA National vellinum spiluð aftur og þar sigraði Kirk með fugli. Í 3. sæti varð Tyler Duncan á samtals 12 undir pari – 2 höggum á eftir Cole og Kirk. Chris(topher) Brandon Kirk er fæddur 8. maí 1985 og Lesa meira
LET: Holmey leiðir e. 1. dag Joburg Open
Það er hin hollenska Lauren Holmey, sem leiðir eftir 1. dag Joburg Open. Holmey kom í hús á 6 undir pari, 67 höggum. Í 2. sæti, 1 höggi á eftir eru hins danska Smilla Tarning Soenderby og Alice Hewson frá Englandi. Mótið fer fram í Modderfontein golfklúbbnum í Jóhannesarborg, S-Afríku, dagana 1.-4. mars 2023. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er ekki meðal keppenda. Sjá má stöðuna á Joburg Open með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurmann Rafn Sigurmannsson – 1. mars 2023
Afmæliskylfingur dagsins er Sigurmann Rafn Sigurmannsson. Sigurmann er fæddur 1. mars 1983 og á því 40 árs stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmæli hér að neðan Sigurmann Rafn Sigurmannsson (40 árs – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lárus Ýmir Óskarsson, 1. mars 1949 (74 ára); David Allen Barr, 1. mars 1952 (71 árs); Alice Ritzman, 1. mars 1952 (71 árs); Alicia Dibos, 1. mars 1960 (63 ára); Pat Perez, 1. mars 1976 (47 ára); Jón Hallvarðsson; 1. mars 1978 (45 ára); Sigurmann Rafn Sigurmannsson, 1. mars 1983 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Islensk Grafik Lesa meira
NGL: Haraldur lauk keppni T-8 á Ecco Tour Spanish Masters
Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, lauk keppni á Ecco Tour Spanish Masters í dag. Því miður náði hann ekki að fylgja eftir glæsilegri byrjun í mótinu, en hann deildi efsta sætinu fyrstu tvo mótsdagana og var sá eini af 6 íslenskum kylfingum, sem komst í gegnum niðurskurð í mótinu. Haraldur Franklín lék á samtals 3 undir pari, 211 höggum (66 69 76). Á hringnum í sem Haraldur lék á 5 yfir pari, fékk hann aðeins 1 fugl, 4 skolla og 1 tvöfaldan skolla. Sigurvegari mótsins var sænski kylfingurinn Joakim Wikström, en hann lék á samtals 7 undir pari, líkt og Daninn Sebastian Wiis og varð því að koma til Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Petrína Konráðsdóttir – 28. febrúar 2023
Afmæliskylfingur dagsins er þær Petrína Konráðsdóttir. Hún er fædd 29. febrúar 1964. Petrína er í Golfklúbbi GÞH – þ.e. Golfklúbbi Þverá Hellishólum. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan Petrína Konráðsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter Aliss, 28. febrúar 1931 (92 ára); Rex Bernice Baxter Jr., 28. febrúar 1936 (87 ára); Sigurlína Jóna Baldursdóttir, 28. febrúar 1964 (59 ára); Ellert Ásbjörnsson, GK, 28. febrúar 1967 (56 ára); Jose Luis Adarraga Gomez, 28. febrúar 1983 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Sverrir Einar Eiríksson ….. og ….. Golf 1 óskar öllum kylfingum Lesa meira
6 fengu Forskotsstyrk
Forskot, afrekssjóður, mun styðja við bakið á alls sex atvinnukylfingum á árinu 2023. Forskot hefur frá árinu 2012 úthlutað styrkjum til afrekskylfinga og er úthlutunin í ár sú 12. í röðinni. Að sjóðnum standa: Eimskip, Valitor, Íslandsbanki, Icelandair, Vörður tryggingar, Bláa Lónið og Golfsamband Íslands. Frá stofnun sjóðsins hefur markmiðið að gera styrkþegum auðveldara fyrir að æfa og keppa við bestu skilyrði í samræmi við það sem gerist á alþjóðlegum vettvangi í golfíþróttinni. Axel Bóasson, Bjarki Pétursson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Haraldur Franklín Magnús og Ragnhildur Kristinsdóttir fá úthlutað úr sjóðnum í ár. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er fæddur árið 1990 og gerðist atvinnukylfingur árið 2017. Guðmundur Ágúst er Lesa meira
LIV: Charles Howell III sigraði á Mayakoba
Fyrsta mót LIV golf mótaraðarinnar árið 2023, fór fram á Él Cameleon golfvellinum í Mayakoba, Mexíkó, dagana 24.-26. febrúar 2023. Alls verða mótin á LIV 14 í ár. Sigurvegari mótsins var bandaríski kylfingurinn Charles Howell III. Sigurskor hans var samtals 16 undir pari. Fyrir sigurinn hlaut Howell III, $ 4 milljónir og síðan hlaut hann 1/4 hluta í $ 3 milljóna í vinning í liðakeppninni, en lið hans „The Crushers“ sigraði í liðakeppninni. Þannig að fyrir 3 hringja golfspil gekk Howell III frá mótinu með $ 4,75 milljónir (698 milljónir íslenskra króna)!!! Charles Howell III er fæddur 20. júní 1979 og því 43 ára. Þetta er 4. sigurinn á atvinnumannsferlinum Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jessica Korda og Gunnar Hallberg —– 27. febrúar 2023
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Gunnar Hallberg og bandarísk/tékkneski kylfingurinn Jessica Korda. Gunnar Hallberg er fæddur 27. febrúar 1973 og fagnar því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Gunnars til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Gunnar Hallberg – 50 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! ______________ Jessica er fædd 27. febrúar 1993 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Jessica komst í fyrst golffréttirnar í febrúar 2012 þegar hún vann sinn fyrsta sigur á LPGA: Women´s Australian Open, þegar hún stóð sig best í 6 kvenkylfinga umspili. Jessica er dóttir tennisspilaranna Petr Korda og Regina Rajchrtová. Petr Korda Lesa meira
NGL: Haraldur T-1 e. 2. dag Ecco Tour Spanish Masters
Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, var sá eini af 6 íslenskum kylfingum, sem þátt tóku í Ecco Tour Spanish Masters, sem komst í gegnum niðurskurð á mótinu. Ekki nóg með það heldur er Haraldur í efsta sæti mótsins ásamt finnska kylfingnum Matias Honkala. Báðir hafa þeir Haraldur og Honkala spilað á 8 undir pari, 135 höggum; Haraldur (66 69). Þrír kylfingar deila 3. sæti, 2 höggum á eftir Haraldi og Honkala. Sjá má stöðuna á Ecco Tour Spanish Masters með því að SMELLA HÉR:
Arnar Már heiðraður með 5 stjörnum
Arnar Már Ólafsson, golfkennari var heiðraður með 5 star professional award við viðhöfn hjá CPG. CPG er stytting á Confederation Professional Golf, sem er arftaki samtaka sem áður hétu PGA of Europe. Þessi verðlaun eru aðeins veitt yfirburða og framúrskarandi golfkennurum og atvinnukylfingum. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1992 og er Arnar Már fyrsti íslenski golfkennarinn, sem hlýtur viðurkenninguna úr hendi CPG. Arnar Már útskrifaðist úr sænska PGA golfkennaraskólanum 1991 og starfaði í 8 ár sem afreksþjálfari hjá Golfklúbbnum Keili. Hann starfaði síðan í Þýskalandi hjá Gut Düneburg Golf Club frá 1996 til 2004. Þaðan fór hann til Berlin Wannsee Golf-Landclub, sem er elsti og einn merkasti golfklúbbur Þýskalands, Lesa meira










