Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2023 | 13:50

Evróputúrinn: Guðmundur Kristján T-2 eftir 2. dag á Indlandi

Guðmundur Kristján Ágústsson hefir lokið leik á 2. hring á móti vikunnar á Evróputúrnum, Hero Indian Open. Mótið fer fram í DLF G&CC, í Nýju-Delhi, á Indlandi. Sá sem leiðir og er í 1. sæti er Þjóðverjinn Paul Yannik, en hann hefir spilað á samtals 10 undir pari (65 69). Guðmundur Ágúst er jafn 3 öðrum í 2. sæti fyrir helgina, þ.e. heimamanninum Angad Cheema, sem væntanlega þekkir völlinn út og inn; Finnanum Mikko Korhonen og þýska snillingnum og reynsluboltanum Marcel Siem. Allir hafa þeir 4 spilað á samtals 5 undir pari, hver; Guðmundur Ágúst (68 71). Glæsilegt!!! Sjá má stöðuna eftir 2. dag á Hero Indian Open með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2023 | 18:00

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst í 4. sæti e. 1. dag á Indlandi!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GKG, byrjaði vel á Hero Indian Open mótinu sem fram fer í Nýju Delí dagana 23.-26. febrúar. Mótið er hluti af DP World Tour atvinnumótaröðinni, sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Guðmundur Ágúst er í fjórða sæti eftir fyrsta keppnisdaginn þar sem hann lék á 68 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Hann er þremur höggum frá efsta sætinu. Guðmundur Ágúst hóf leik á 10. braut í dag – hann fékk alls sex fugla (-1) á hringnum og tvo skolla (+1). Nánari upplýsingar um mótið á Indlandi, rástímar, staða og úrslit – smelltu hér: Texti og mynd: GSÍ

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhannes Stefánsson og Guðrún Sverrisdóttir – 23. febrúar 2023

Afmæliskylfingur dagsins eru tveir: Jóhannes Stefánsson og  Guðrún Sverrisdóttir. Jóhannes  er fæddur 23. febrúar 1973 og fagnar því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Jóhannesar til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Jóhannes Stefánsson – Innilega til hamingju með 50 ára afmælið!!! ____________________ Guðrún er fædd 23. febrúar 1955 . Guðrún er í Golfklúbbi Borgarness. Hún varð m.a. klúbbmeistari GB í flokki 55-64 ára kvenna, árið 2016. Komast má á facebook síðu Guðrúnar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Guðrún Sverrisdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hlöðver Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2023 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Hulda Clara & félagar í 5. sæti á The Show

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og félagar í University of Denver tóku þátt í The Show, háskólamóti, sem fór fram 20.-21. febrúar 2023. Mótsstaður var Spanish Trails Country Club í Las Vegas, Nevada. Þátttakendur voru 87 frá 15 háskólum Hulda Clara lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (73 74 80) og varð T-55. Lið University of Denver hafnaði í 5. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á The Show með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Huldu Clöru og félaga er 26. febrúar í Arizona.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Elíasdóttir, Stefán Gunnar Svavarsson og Unndór Egill Jónsson – 22. febrúar 2023

Afmæliskylfingar dagsins eru 3: Ingibjörg Elíasdóttir, Stefán Gunnar Svavarsson og Unndór Egill Jónsson. Ingibjörg er fædd 22. febrúar 1968 og á því 55 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan   Ingibjörg Elíasdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Stefán Gunnar er fæddur 22. febrúar 1968 og á því 55 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan   Stefán Gunnar Svavarsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Unndór Egill er fæddur 22. febrúar 1978 og á því 45 ára afmæli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf Guðmundsdóttir – 21. febrúar 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf Guðmundsdóttir. Ólöf er fædd 21. febrúar 1957 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu Ólafar hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið… Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Maurice Bembridge, 21. febrúar 1945 (78 ára); Guðbjörg Ingólfsdóttir 21. febrúar 1952 (71 árs); Haukur Sigvaldason 21. febrúar 1957(66 árs); Jóhann Pétur Guðjónsson 21. febrúar 1970 (53 ára); Þórey Eiríka Pálsdóttir 21. febrúar 1972 (51 árs); Holly Aitchison, 21. febrúar 1987 (36 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2023 | 23:30

LET: Ko nr. 1 á Aramco Saudi Ladies Int.

Það var nr. 1 á Rolex heimslista kvenna, Lydia Ko, sem sigraði á Aramco Saudi Ladies International mótinu, sem var mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna. Sigurskor Ko var 21 undir pari, 267 högg (64 69 66 68). Í 2. sæti varð indverski kylfingurinn Aditi Ashok, sem búin er að vera í dúndurstuði undanfarið, aðeins 1 höggi á eftir Ko. Þrír kylfingar deildu síðan 3. sætinu á samtals 19 undir pari, hver, Manon de Roey frá Belgíu og Lilia Vu og Lexi Thompson frá Bandaríkjunum. Þetta er í 2. sinn sem Ko tekst að sigra á Aramco Saudi Ladies International, en mótið er sérlega vinsælt því verðlaunafé er með því hæsta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hermóður Sigurðsson – 20. febrúar 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Hermóður Sigurðsson. Hermóður fæddist 20. febrúar 1971 og er því 52 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Komast má á facebooksíðu Hermóðs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Til hamingju Hemmi! Hermóður Sigurðsson, GKG (52 ára) – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Murle Breer, 20. febrúar 1939 (84 ára); Stewart Murray „Buddy“ Alexander 20. febrúar 1953 (70 ára MERKISAFMÆLI!!!); Leonard C Clements, 20. febrúar 1957 (66 árs); Hilmar Theodór Björgvinsson (63 ára) Erlingur Arthúrsson, (62 ára); Charles Barklay, 20. febrúar 1963 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Jeff Maggert, 20. febrúar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2023 | 14:00

PGA: Rahm sigraði á Genesis Inv.

Það var spænski kylfingurinn Jon Rahm, sem sigraði á Genesis Invitational. Sigurskor Rahm var 17 undir pari, 267 högg (65 68 65 69). Rahm átti 2 högg á þann sem varð í 2. sæti en það er Max Homa, sem lék á samtals 15 undir pari. Patrick Cantlay varð síðan í 3. sæti á samtals 14 undir pari. Mótið fór fram í Riviera CC, í Pacific Palicades, Kaliforníu, dagana 16.-19. febrúar 2023. Tiger Woods var meðal keppenda og varð T-45 á samtals 1 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Genesis Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Greg Owen ——–– 19. febrúar 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Gregory Clive Owen. Greg Owen fæddist 19. febrúar 1972 í Mansfield, Notthinghamskíri og fagnar því 51 árs afmæli í dag.  í Williamstown, nálægt Melbourne í Viktoríuríki í Ástralíu og á því 50 ára stórafmæli í dag. Owen gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 30 árum, þ.e. árið 1992. Á ferli sínum sem atvinnumaður hefir hann sigrað 1 sinni á Áskorendamótaröð Evrópu (Gosen Challenge 1996); 1 sinni á Evróputúrnum (Daily Telegraph Damovo British Masters, 8. júní 2003) og 1 sinni á Web.com Tour (United Leasing Championship 2014). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sean Critton Pappas, 19. febrúar 1966 (57 ára); Lára Eymundsdóttir, 19. febrúar 1970 Lesa meira