Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2023 | 11:38

Evróputúrinn: „The other „man bun““ sigraði á Indlandi!!!

Í lýsingu Viaplay á 3. hring Hero India Open golfmótsins sagði sá sem lýsti keppninni,  þegar sjónvarpsvélar fóru af þýska kylfingnum Marcel Siem og yfir á Guðmund Ágúst Kristjánsson: „from one man bun to another..“

Báðir kylfingar eru með hár sitt í tagli og fest saman í einskonar snúð (ens.: bun).

Það var sem sagt hinn „snúðurinn“ sem sigraði Hero India Open: „sigursnúðurinn“ þennan sunnudag er  Marcel Siem.

Sigurskor hans var 14 undir pari, 274 högg (69 70 67 68).

Marcel Siem er fæddur 15. júlí 1980 og því 42 ára. Þetta er 5. sigur Siem á Evróputúrnum og sá fyrsti frá árinu 2014.

Landi hans, Paul Yannik, sem búinn var að vera í forystu allt mótið, varð að láta sér lynda 2. sætið, en hann lék á 13 undir pari, 275 högg (65 69 71 70).

Í 3. sæti var síðan Hollendingurinn Joost Luiten, en hann lék á samtals 12 undir pari.

Fjórða sætinu deildu síðan spænski kylfingurinn Jorge Campillo og japanski kylfingurinn Kazuki Higa.

Sjá má lokastöðuna á Hero India Open með því að SMELLA HÉR: