Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2019 | 11:00

Evróputúrinn: KLM Open – FYLGIST m/HÉR:!!!

Mót vikunnar á Evróputúrnum er KLM Open. Mótið fer fram á The International í Amsterdam, Hollandi, dagana 12.-15. september. Snemma dags hefir enski kylfingurinn Callum Shinkwin tekið forystu en hann kom í hús á 66 höggum. Margir góðir eiga þó eftir að ljúka hringjum sínum og eiga jafnvel eftir að fara út – þannig að þetta er snemma dags og getur enn breyst. Fylgjast má með stöðunni á KLM Open með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2019 | 10:00

Ótrúlegt sigurpútt Nicklaus!!!

Jack Nicklaus er ekki dauður úr öllum æðum. Hann er 79 ára og tók þátt í 2 daga móti (í golfgoðsagnaflokknum (legends division – mjög fáir þátttakendur) í @SycamoreHillsFW National Pro-Scratch Invitational. Hann lék saman með vini sínum Tom Kelley. „Gullni björninn“ þurfti að setja niður pútt á 18. til þess að forðast að lenda í bráðabana. Og viti menn, eitt ólíklegast pútt til að detta, datt hjá Nicklaus!!! Meiriháttar flott!!! Sjá má flott sigurpútt Nicklaus með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2019 | 07:30

LET Access: Berglind og Guðrún Brá hefja leik í Englandi í dag

Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK taka þátt í móti vikunnar á LET Access mótaröðinni, WPGA International Challenge 2019. Mótið, sem hefst í dag, stendur dagana 12.-14. september. Mótsstaður er Stoke by Nayland Hotel Golf & Spa golfstaðurinn í Stoke By Nayland, í Englandi. Berglind á rástíma kl. 13:30 að staðartíma (kl. 12:30 hér heima á Íslandi) en Guðrún Brá kl. 13:40 (kl. 12:40 hér heima á Íslandi). Fylgjast má með gengi íslensku stúlknanna á WPGA International Challenge 2019 með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2019 | 07:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Gefið í í Þýskalandi á 2. degi!

Þrír íslensku kylfinganna á úrtökumótinu í Fleesensee í Þýskalandi gáfu svo sannarlega í á 2. degi. Þannig lék Rúnar Arnórsson, GK á glæsilegum 65 höggum og er búinn að koma sér í T-4 stöðu þ.e. er jafn 1 öðrum kylfingi í 4. sæti, sem er stórglæsilegt!!! Rúnar bætti sig um heil 8 högg frá fyrri degi og er samtals búinn að spila á 6 undir pari, 138 höggum (73 65). Bjarki Pétursson, GB, lék 2. hringinn á 69 höggum og er T-13. Hann er samtals búinn að spila á 3 undir pari 141 höggi (72 69). Ef mótið væri blásið af núna væru þeir báðir, Bjarki og Rúnar komnir á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jeff Sluman ——– 11. september 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Jeffrey George (Jeff) Sluman. Sluman fæddist 11. september 1957 í Rochester, New York og á því 62 ára afmæli í dag. Hann átti heldur óvenjulegan feril. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1980. Meðan að flestir sigra á þegar þeir eru 20-30 ára þá vann Sluman ekki fyrsta mótið sitt fyrr en hann var 30 ára, en þá líka risamót þ.e. PGA Championship risamótið 1988. Síðan gekk ekkert sérstaklega í 10 ár en í kringum 40 ára aldurinn fór Sluman að ganga vel og hann sigraði í hverju mótinu á fætur öðru. Sluman hefir alls sigrað í 15 mótum sem atvinnumaður, þar af 6 mótum á PGA Tour Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Sebastian Cappelen (8/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2019 | 11:03

Bandaríska háskólagolfið: Særós Eva lauk keppni T-46

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG tók þátt í William & Mary Invitational. Hún spilaði sem einstaklingur í mótinu, en lið hennar í bandaríska háskólagolfinu varð í 1. sæti í liðakeppninni. Mótið fór fram í Williamsburg, Virginíu dagana 8.-9. september sl. Særós Eva lauk keppni T-46 af 60 þátttakendum. Skor Særósar Evu var 26 yfir pari, 242 högg (79 83 80). Sjá má lokastöðuna á William & Mary Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2019 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnar & félagar í 1. sæti á Swedes Inv.

Gunnar Blöndahl Guðmundsson, GKG og lið hans í bandaríska háskólagolfinu The Bethany Swedes, tóku þátt í Bethany Swedes Invitational. Gunnar náði þeim glæsilega árangri að landa topp-15 árangri en hann varð T-11 í mótinu af 54 keppendum!!! Skor Gunnars var 10 yfir pari, 220 högg (74 71 75). Lið Gunnars varð í 1. sæti af 6 sem þátt tóku í mótinu. Mótið fór fram dagana 9.-10. september 2019 í Salinas, Kansas og lauk því í gær. Næsta mót Gunnars og Bethany Swedes fer fram 16. september nk. í Missouri. Í aðalmyndaglugga: Gunnnar Blöndahl Guðmundsson, GKG. Mynd: Golf 1 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2019 | 10:45

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn lauk keppni T-17 og Vikar T-36

Birgir Björn Magnússon, GK og Vikar Jónasson, GK spila báðir með liði Southern Illinois. Fyrsta mót þeirra á haustönn var 2019 Murray State Invitational, sem fram fór á Miller Memorial golfvellinum í Murray, Kentucky, 9.-10. september 2019 og lauk í gær. Þátttakendur voru 95 frá 17 háskólum. Birgir Björn lék á samtals 2 yfir pari, 215 höggum  (67 72 76) og lauk keppni T-17. Vikar lék á samtals 7 yfir pari, 220 höggum (74 74 72) og lauk keppni T-36. Næsta mót þeirra Birgis Björns, Vikars og SIU verður 23. september n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2019 | 10:30

Bandaríska háskólagolfið: Helga & félagar sigruðu í Crosstown Challenge

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, The Great Danes, lið Albany háskóla sigraði í árlegri viðureign skólans við Siena skóla. Það sem var best var að Helga, ásamt liðsfélaga sínum Madison Rincon, voru á lægsta skorinu, sléttu pari, 70 glæsihöggum. Flott hjá Helgu!!! Leikar fóru svo að Albany var með lék á 284 höggum en Siena 327 – en aðeins er spilaður 1 hringur í viðureign skólanna. Sjá má umfjöllun um mótið á vefsíðu Albany með því að SMELLA HÉR:  Þar má sjá að þjálfari liðsins, Cashman-McSween, er sérlega ánægð með Helgu og Roni (Madison Rincon). Næsta mót Helgu og Albany er 14. september n.k. í New Lesa meira