Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2019 | 10:00

Ótrúlegt sigurpútt Nicklaus!!!

Jack Nicklaus er ekki dauður úr öllum æðum.

Hann er 79 ára og tók þátt í 2 daga móti (í golfgoðsagnaflokknum (legends division – mjög fáir þátttakendur) í @SycamoreHillsFW National Pro-Scratch Invitational. Hann lék saman með vini sínum Tom Kelley.

„Gullni björninn“ þurfti að setja niður pútt á 18. til þess að forðast að lenda í bráðabana.

Og viti menn, eitt ólíklegast pútt til að detta, datt hjá Nicklaus!!! Meiriháttar flott!!!

Sjá má flott sigurpútt Nicklaus með því að SMELLA HÉR: