Særós Eva Óskarsdóttir, GKG
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2019 | 11:03

Bandaríska háskólagolfið: Særós Eva lauk keppni T-46

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG tók þátt í William & Mary Invitational.

Hún spilaði sem einstaklingur í mótinu, en lið hennar í bandaríska háskólagolfinu varð í 1. sæti í liðakeppninni.

Mótið fór fram í Williamsburg, Virginíu dagana 8.-9. september sl.

Særós Eva lauk keppni T-46 af 60 þátttakendum.

Skor Særósar Evu var 26 yfir pari, 242 högg (79 83 80).

Sjá má lokastöðuna á William & Mary Invitational með því að SMELLA HÉR: