Birgir Björn Magnússon, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2019 | 10:45

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn lauk keppni T-17 og Vikar T-36

Birgir Björn Magnússon, GK og Vikar Jónasson, GK spila báðir með liði Southern Illinois.

Fyrsta mót þeirra á haustönn var 2019 Murray State Invitational, sem fram fór á Miller Memorial golfvellinum í Murray, Kentucky, 9.-10. september 2019 og lauk í gær.

Þátttakendur voru 95 frá 17 háskólum.

Birgir Björn lék á samtals 2 yfir pari, 215 höggum  (67 72 76) og lauk keppni T-17.

Vikar lék á samtals 7 yfir pari, 220 höggum (74 74 72) og lauk keppni T-36.

Næsta mót þeirra Birgis Björns, Vikars og SIU verður 23. september n.k.