Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2019 | 07:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Gefið í í Þýskalandi á 2. degi!

Þrír íslensku kylfinganna á úrtökumótinu í Fleesensee í Þýskalandi gáfu svo sannarlega í á 2. degi.

Þannig lék Rúnar Arnórsson, GK á glæsilegum 65 höggum og er búinn að koma sér í T-4 stöðu þ.e. er jafn 1 öðrum kylfingi í 4. sæti, sem er stórglæsilegt!!! Rúnar bætti sig um heil 8 högg frá fyrri degi og er samtals búinn að spila á 6 undir pari, 138 höggum (73 65).

Bjarki Pétursson, GB, lék 2. hringinn á 69 höggum og er T-13. Hann er samtals búinn að spila á 3 undir pari 141 höggi (72 69).

Ef mótið væri blásið af núna væru þeir báðir, Bjarki og Rúnar komnir á 2. stig úrtökumótsins.

Þrír íslensku kylfinganna eru T-29; allir á samtals sléttu pari, hver, m.a. Ragnar Már Garðarsson, GKG, (76 68) sem stórbætti sig á 2. hring, þ.e. lék á 68 glæsihöggum!!!

Hinir í 29. sætinu eru Andri Þór Björnsson, GR (72 72) og Axel Bóasson, sem dalaði svolítið á 2. hring (70 74) eftir að hafa verið T-3 eftir 1. dag.

Aron Snær Júlíusson, GKG, bætti sig aðeins lék fyrri hringinn  á 73 höggum og 2. hringinn á 72 – Hann þarf að eiga stórgóða næstu 2 hringi til þess að komast á 2. stig úrtökumótsins.

Sjá má stöðuna á úrtökumótinu í Fleesensee með því að SMELLA HÉR: