Gunnnar Blöndahl Guðmundsson, GKG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2019 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnar & félagar í 1. sæti á Swedes Inv.

Gunnar Blöndahl Guðmundsson, GKG og lið hans í bandaríska háskólagolfinu The Bethany Swedes, tóku þátt í Bethany Swedes Invitational.

Gunnar náði þeim glæsilega árangri að landa topp-15 árangri en hann varð T-11 í mótinu af 54 keppendum!!!

Skor Gunnars var 10 yfir pari, 220 högg (74 71 75).

Lið Gunnars varð í 1. sæti af 6 sem þátt tóku í mótinu.

Mótið fór fram dagana 9.-10. september 2019 í Salinas, Kansas og lauk því í gær.

Næsta mót Gunnars og Bethany Swedes fer fram 16. september nk. í Missouri.

Í aðalmyndaglugga: Gunnnar Blöndahl Guðmundsson, GKG. Mynd: Golf 1