Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2019 | 07:30

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Staðan í Þýskalandi e. 3. dag

Eftir 3. dag úrtökumótsins fyrir Evróputúrinn í Fleesensee í Þýskalandi er staðan eftirfarandi meðal íslensku keppendanna: T-9 Rúnar Arnórsson, GK, á samtals 7 undir pari, 209 högg (73 65 71). T-19 Axel Bóasson, GK, á samtals 5 undir pari, 211 höggum (70 74 67). T-19 Bjarki Pétursson, GB, á samtals 5 undir pari, 211 höggum  (72 69 70). T-21 Andri Þór Björnsson, GR, á samtals 4 undir pari, 212 höggum (72 72 68). T-36 Ragnar Már Garðarsson, GKG, á samtals 1 undir pari, 215 höggum (76 68 71). Aron Snær Júlíusson, GKG, komst ekki í gegnum niðurskurð eftir 3. dag og er úr leik. Axel átti besta hringinn af íslensku Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2019 | 07:15

LET Access: Guðrún Brá T-24 e. 1. dag!

Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK taka þátt í móti vikunnar á LET Access mótaröðinni, WPGA International Challenge 2019. Mótið hófst í gær og stendur dagana 12.-14. september. Mótsstaður er Stoke by Nayland Hotel Golf & Spa golfstaðurinn í Stoke By Nayland, í Englandi. Guðrún Brá átti glæsilegan 1. hring upp á 1 yfir pari, 73 högg og er T-24 þ.e. deilir 24. sætinu með 15 öðrum keppendum. Berglindi gekk ekki alveg eins vel; lék á 9 yfir pari, 81 höggi og er í 95. sæti. Skorið verður niður eftir 2. hring í  dag og sem stendur miðaðst niðurskurður við 3 yfir pari eða betra. Fylgjast má með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2019 | 07:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Erfið byrjun hjá Guðmundi Ágúst í Portúgal

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, hóf leik í gær á Áskorendamótaröð Evrópu, á Opna portúgalska Mótaröðin er sú næst sterkasta hjá atvinnukylfingum í Evrópu. Mótið fer fram á Morgado vellinum í Portúgal en það golfsvæði hefur verið vinsælt hjá íslenskum kylfingum á undanförnum árum. Mótið er sjötta mótið hjá Guðmundi Ágústi á þessu tímabili á Áskorendamótaröðinni. Besti árangur Íslandsmeistarans 2019 er 13. sætið. Byrjunin hjá Guðmundi Ágúst var erfið á 1. hring, en hann kom í hús á 4 yfir pari, 76 höggum. Á hringnum fékk Guðmundur Ágúst aðeins 1 fugl en því miður 3 skolla og 1 tvöfaldan skolla. Niðurskurður miðast sem stendur við slétt par og efstur í mótinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2019 | 03:00

PGA: Im nýliði ársins!

Það er suður-kóreanski kylfingurinn Sungjae Im, sem er nýliði ársins á PGA Tour. Im er fæddur 30. mars 1998 og því aðeins 21 árs. Hann varð atvinnumaður í golfi 2015, þá aðeins 17 ára. Í fyrra var Im valinn kylfingur ársins á Web.com Tour (sem nú heitir KornFerry Tour, en þá sigraði hann tvívegis á þeirri mótaröð. Í vali á nýliða ársins hafði Im m.a. betur gegn gríðarlega hæfileikaríkum nýliðum á borð við Collin Morikawa, Matthew Wolff, Cam Champ og Adam Long. Im varð í haust aðeins 13. nýliðinn til þess að spila á lokamóti PGA Tour, Tour Championship og varð að lokum í 19. sæti á FedExCup listanum. Jafnvel þó Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2019 | 02:00

PGA: Shelton efstur á Greenbrier e. 1. dag

Keppnistímabilið 2019-2020 er hafið á PGA Tour og mót vikunnar er A Military Tribute at The Greenbrier. Efstur eftir 1. dag á mótinu er nýliðinn Robby Shelton en hann var á 8 undir pari, 62 höggum. Fimm kylfingar deila síðan 2. sætinu, 2 höggum á eftir, þ.á.m. Kevin Na, sem á titil að verja. Sjá má stöðuna á A Military Tribute at The Greenbrier með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 1. dags á A Military Tribute at The Greenbrier með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2019 | 00:01

Evróputúrinn: Shinkwin efstur e. 1. dag á KLM Open

Það er enski kylfingurinn Callum Shinkwin sem er efstur eftir 1. dag KLM Open sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Hann kom í hús á 66 höggum. Hópur 7 kylfinga er síðan á hælunum á honum, 1 höggi á eftir. KLM Open fer fram á The International i Amsterdam, Hollandi, dagana 12.-15. september. Til þess að sjá stöðuna á KLM Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á KLM Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2019 | 18:00

PGA: Rory kylfingur ársins!

Rory McIlroy var valinn kylfingur ársins á PGA Tour í 3. sinn á ferli sínum. Þeir sem kosningarétt eiga eru þeir sem tekið hafa þátt í a.m.k. 15 FedEx Cup mótum. Rory var tekinn fram yfir menn á borð við Brooks Koepka og Xander Schauffele, sem vel voru að heiðurstitlinum komnir. Þegar ljóst var að Rory hefði verið valinn sagði hann m.a.: „I’m very humbled and very honored,“ It validates some of the decisions I made to start the year, and I couldn’t be more proud.“ (Lausleg þýðing: „Ég er auðmjúkur og mér er þetta mikill heiður. Þetta staðfestir sumt af þeim ákvörðunum, sem ég tók í byrjun árs og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaug María Óskarsdóttir – 12. september 2019

Það er Guðlaug María Óskarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðlaug María er fædd 12. september 1968 og á því 51 árs afmæli í dag!!!! Guðlaug María er í Golfklúbbi Akureyrar. Hún sigraði m.a. á Arctic Open 2012 og var líka sigurvegari í 1. flokki kvenna. Hún hefir oftar en 1 sinni verið fyrirliði kvensveita GA. Komast má á facebook síðu Guðlaugar Maríu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Guðlaug María Óskarsdóttir (51 árs afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dúfa Ólafsdóttir, 12. september 1945 (74 ára); Charles Henry „Chip” Beck, 12. september 1956 (63 ára); Salthúsið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Michael Gligic (9/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2019 | 11:15

Solheim Cup 2019: Sigurpútt Catrionu 2013!

Skoski kylfingurinn Catriona Matthew er fyrirliði evrópska liðsins í Solheim Cup, en hún er á heimavelli, því þetta helsta mót kvennagolfsins, sem fer fram annað hvert ár, mun í ár fara fram í Gleneagles í Skotlandi, heimalandi Matthew, dagana 13.-15. september n.k. Auðvitað vonast Catriona eftir að ná Solheim bikarnum aftur til Evrópu. Lið Evrópu vann síðast 2013 og þá var það engin önnur en Catriona sem átti sigurpúttið. Catriona spilaði í 9 Solheim Cup mótum og var í 3 sigurliðum. En rifjum upp sigur Evrópu 2013: Eftir 1. daginn var sveit Evrópu með 2 stiga forskot á þær bandarísku. Í laugardags fjórboltanum vann Evrópa alla leiki sína og staðan Lesa meira