Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2019 | 10:30

Bandaríska háskólagolfið: Helga & félagar sigruðu í Crosstown Challenge

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, The Great Danes, lið Albany háskóla sigraði í árlegri viðureign skólans við Siena skóla.

Það sem var best var að Helga, ásamt liðsfélaga sínum Madison Rincon, voru á lægsta skorinu, sléttu pari, 70 glæsihöggum.

Flott hjá Helgu!!!

Leikar fóru svo að Albany var með lék á 284 höggum en Siena 327 – en aðeins er spilaður 1 hringur í viðureign skólanna.

Sjá má umfjöllun um mótið á vefsíðu Albany með því að SMELLA HÉR: 

Þar má sjá að þjálfari liðsins, Cashman-McSween, er sérlega ánægð með Helgu og Roni (Madison Rincon).

Næsta mót Helgu og Albany er 14. september n.k. í New Hampshire.