Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2019 | 07:30

LET Access: Berglind og Guðrún Brá hefja leik í Englandi í dag

Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK taka þátt í móti vikunnar á LET Access mótaröðinni, WPGA International Challenge 2019.

Mótið, sem hefst í dag, stendur dagana 12.-14. september.

Mótsstaður er Stoke by Nayland Hotel Golf & Spa golfstaðurinn í Stoke By Nayland, í Englandi.

Berglind á rástíma kl. 13:30 að staðartíma (kl. 12:30 hér heima á Íslandi) en Guðrún Brá kl. 13:40 (kl. 12:40 hér heima á Íslandi).

Fylgjast má með gengi íslensku stúlknanna á WPGA International Challenge 2019 með því að SMELLA HÉR: