Sebastian Cappelen
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Sebastian Cappelen (8/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.

Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Scottie Scheffler, með 2935 stig.

Síðan verða kynntir þeir 25 sem komust á PGA Tour gegnum Korn Ferry Tour Finals.

Í dag verður kynntur sá kylfingur varð í 18. sæti eftir reglulega tímabilið, Sebastian Cappelen, sem var með 905 stig á stigalista Korn Ferry Tour.

Sebastian Cappelen fæddist 14. apríl 1990 í Óðinsvé í Danmörku og er því 29 ára.

Foreldrar hans eru Ulrik og Kirsten Cappelen og hann á tvö systkini Frederik og Caroline. Pabbi Sebastian Ulrik, var í danska landsliðinu í fótbolta.

Menntaskóli Sebastian Cappelen var St. Knuds Gymnasium í Óðinsvéum.

Hann er 1,83 m á hæð og 86 kg.

Cappelen spilaði golf í bandaríska háskólagolfinu með liði University of Arkansas, þar sem hann var 4 sinnum  All-American og sigraði 4 sinnum þ.á.m. á  2013 SEC Championship.

Cappelen var þrívegis í liði Evrópu í Palmer Cup.

Eftir útskrift úr University of Arkansas 2014 þaðan sem hann útskrifaðist með gráðu í hag- og fjarmálafræði gerðist Cappelen atvinnumaður í golfi. Hann komst í gegnum úrtökumót og spilaði í fyrsta sinn á Web.com Tour (undanfara Korn Ferry Tour) á Air Capital Classic. Til þess að komast í mótið varð hann að fara í 7 manna bráðabana þar sem hann hafði betur. Ekki nóg með það Cappelen sigraði í Air Capital Classic á samtals skori upp á 18 undir pari, 262 högg og átti hann 1 högg á Matt Weibring. Cappelen varð þar með fyrsti Daninn til þess að sigra á Web.com Tour og ávann sér kortið sitt á mótaröðinni restina af 2014 keppnistímabilinu. Hann er 14. kylfingurinn til þess að sigra á mótaröðinni í 1. skipti sem hann spilar á mótaröðinni, og sá fyrsti frá því að Ben Kohles tókst það 2012.  Þrátt fyrir sigurinn missti Cappelen naumlega af kortinu sínu á PGA Tour, en hann var í 30. sæti eftir reglulega tímabilið og var fyrir utan topp-50 á peningalistanum.

Cappelen spilaði í fyrsta móti sínu á PGA Tour 2014 á  Sanderson Farms Championship og spilaði hann þar í boði styrktaraðila. Hann var í forystu eftir 1. hringinn en lauk keppni T-35.

Árið 2019 vann Cappelen 1. sigur sinn á Korn Ferry Tour og í raun 2. sigur sinn á þessari næstbestu mótaröð í Bandaríkjunum, sem sífellt skiptir um nafn eftir styrktaraðilum. Sá sigur kom á Rex Hospital Open og er ástæðan fyrir að Cappelen er kominn með kortið sitt á 2019-2020 keppnistímabili PGA Tour, bestu mótaraðar í heimi!

Annað um Sebastian Cappelen:

Uppáhaldslið hans eru the Arkansas Razorbacks og New England Patriots.

Uppáhaldskemmtikraftur hans er Jeff Dunham.

Uppáhaldsstaðir Cappelen eru Antalaya, í Tyrklandi og Egyptaland.

Honum myndi langa til þess að skipta um hlutverk við Sebastian Vettel í Formula 1 í 1 dag.

Það sem ekki margir vita um hann er að hann spilar bæði á gítar og píanó.

Meðal þess sem Cappelen langar til þess að gera í framtíðinni er að fara í fallhlífarstökk og keyra Formúlu 1 bíl

Helstu áhugamál utan golfsins: tónlist og bílar.